13 kvenstjörnur golfsins nr. 5: Sandra Post
Sandra Post er fyrsti kanadíski atvinnukylfingurinn til þess að spila á LPGA mótaröðinni. Sandra fæddist 4. júní 1948 í Oakville, Ontario. Hún lærði að spila golf nálægt heimili sínu í Tafalgar Golf Club og þótti snemma skara framúr. Hún var farin að keppa í mótum kringum Ontario 13 ára gömul. Hún vann m.a. Ontario og Canadian Junior Girls Championships þrívegis hvort mót.
Sandra fór ekki í háskóla en gerðist þess í stað atvinnumaður í golfi vorið 1968, 19 ára að aldri og fékk þegar inngöngu á LPGA. Á nýliðaári sínu varð Sandra yngsti kylfingur þess tíma til þess að sigra á risamóti, þ.e. LPGA Championship. Sandra lenti í umspili við þá, sem átti titil að verja, Kathy Whitworth og sigraði í 18-holu umspili 68-75; en sigurinn var líka fyrsti sigur konu af öðru þjóðerni en bandarísku í LPGA Championship. Fyrir afrekið var Sandra kjörin nýliði ársins og hlaut nýliðaviðurkenninguna (ens.: Rookie of the Year award).
Þrátt fyrir gæfulega byrjun var langt þar til Sandra sigraði næst, en 10 löng ár liðu þar til hún sigraði aftur, en árin sem fylgdu 1978-1981 eru hápunktur ferils Söndru. Þá vann hún 7 af samtals 9 sigrum sínum sem atvinnukylfings og komst á topp 10 listann yfir bestu kvenkylfinga heims. Hún sigraði tvö ár í röð á Dinah Shore Open 1978 og 1979, sem síðar breytti um nafn og stöðu innan LPGA, þ.e. nefndist Kraft Nabisco og varð eitt af risamótum kvennagolfsins. Sandra varð í 2. sæti á peningalistanum 1979 og vann Lou Marsh bikarinn (ens.: Lou Marsh Trophy), þegar hún tók við titlinum íþróttamaður ársins í Kanada. Þau 16 ár sem Sandra spilaði á LPGA varð hún 20 sinnum í 2. sæti, þ.á.m. á enn einu risamótinu US Womens Open.
Þrálát meiðsl urðu til þess að Sandra dró sig úr flestum mótum LPGA um miðbik 9. áratugarins, en hún keppti samt af og til. Árið 1988 var hún kjörin í kanadísku frægðarhöll kylfinga og í Royal Canadian Golf Association Hall of Fame. Árið 2003 hlaut hún viðurkenningu með því að hljóta inngöngu í Order of Canada. Hún var kjörin í 8. sæti yfir kanadískar íþróttakonur 20. aldarinnar.
Sandra Post var fyrirliði Kanada í Nations Cup og eins hefir hún lýst golfmótum í kanadíska sjónvarpinu og skrifað fjöldan allan af golfkennslugreinum í kanadísk golfblöð. Sandra hefir stutt góðgerðarmál og eins rekur hún golfskóla Söndru Post (ens.: Sandra Post School of Golf) nálægt Toronto í Ontario. Sandra er með sína eigin golffatalínu og hefir komið að hönnun kylfa fyrir konur fyrir Jazz Golf Company.
Hér í lok þessarar stuttu samantektar um Söndru Post er rétt að geta helstu afreka hennar á golfsviðinu. Alls sigraði Sandra Post 9 sinnum á atvinnumannsferli sínum:
Sigrar á LPGA túrnum (8):
1968 (1) LPGA Championship
1978 (2) Colgate-Dinah Shore Winner´s Circle; Lady Stroh´s Open
▪ 1979 (3) Colgate-Dinah Shore Winner’s Circle; Lady Michelob; ERA Real Estate Classic
▪ 1980 (1) West Virginia LPGA Classic
▪ 1981 (1) McDonald’s Kids Classic
Aths.: Sandra sigraði á Colgate Dinah Shore Winner’s Circle (sem nú er þekkt sem the Kraft Nabisco Championship, þ.e. áður en það varð risamót)
Aðrir sigrar (1):
▪ 1974 Colgate Far East Open í Asíu.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024