Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2013 | 18:30

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Lorie Kane (2. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.  Hins vegar spila 43 „nýir“ kvenkylfingar á LET 2013 s.s. fyrirsögn þessa greinaflokks ber með sér.

Hér í kvöld verður kynntur sá kvenkylfingur sem ekki þurfti að fara í Q-school en spilar engu að síður á LET á grundvelli undanþágu þar sem hún var áður búin að ávinna sér leikrétt en gat lítið nýtt hann 2012, m.a. vegna þess að hún spilaði á LPGA.  Hér fer í raun „43. kvenkylfingurinn“ eða sú eina sem ekki varð að ávinna sér þátttökurétt á LET gegnum Q-school.

Þetta er  frægðarhallarkylfingurinn Lorie Kane.  Hér fer kynningin á henni:

Lorie Kane

Ríkisfang: kanadísk.

Fæðingardagur: 19. desember 1964 (48 ára)

Fæðingarstaður: Charlottetown, Prince Edward Island, Kanada.

Gerðist atvinnumaður í golfi: 1993.

Sigrar á LPGA: 4 (sá síðasti – 2001).

Hæð: 1,68 m.

Hárlitur: Brúnn.

Augnlitur: Brúnn.

Byrjaði í golfi: 5 ára.

Stærstu áhrifavaldar í golfinu: Foreldrarnir  Jack og Marilyn Kane, Jack McLaughlin, Ed McLaughlin og David MacNeil.

Háskóli: Acadia University in Nova Scotia

Áhugamál: Líkar við íþróttir almennt sérstaklega hokki og meðal áhugamála er líka að verja tíma með fjölskyldu og vinum. Árið 2006 hlaut Lorie Order of Kanada, sem er æðsta heiðursviðurkenning Kanada. Hún starfar mikið hjá Lorie Kane Charity Golf Classic (sjá heimasíðu: www.loriekanegolfclassic.com), en allur ágóði rennur til góðgerðarmála á Prince Edward Island.

 Áhugamannsferill: Kane var margoft í the Canadian International Team á árunum 1989-92, hún var í the Canadian Commonwealth Team árið 1991 og félagi í Canadian World Amateur Team, árið 1992. Hún var líka mexíkanskur meistari áhugamanna 1991.

Hápunktar á ferlinum: Hún var á LPGA í 16 ár þ.e. á árunum 1996-2012 •  Á árinu 1997, varð hún í 2. sæti í  Toray Japan Queens Cup og T-2 á Susan G. Komen International, State Farm Rail Classic (tapaði fyrir Cindy Figg-Currier í bráðabana) og ITT LPGA Tour Championship (tapaði fyrir Anniku Sörenstam í bráðabana).• Árið 1998, besti árangur hennar það ár var T-2 árangur á Chick-fil-A Charity Championship, þar sem hún fór jafnframt í fyrsta skipti holu í höggi á móti LPGA á 2. hring.• Árið 1999 varð hún í 2. sæti þrisvar sinnum á eftirfarandi mótum:  the Standard Register PING, the Chick-fil-A Charity Championship, þar sem hún tapaði fyrir  Rachel Hetherington eftir bráðabana og the Japan Airlines Big Apple Classic, þar sem hún tapaði fyrir  Sherri Steinhauer í bráðabana á 5. holu;  Hún fór yfir  $1 milljóna markið í verðlaunafé árið 1999  • Árið 2000, eftir að hafa 9 sinnum lent í 2. sæti á ferli sínum sigraði hún á fyrsta móti sínu á LPGA;  Michelob Light Classic; won again at the New Albany Golf Classic með sigri á Mi Hyun Kim á fyrstu holu bráðabana; hún vann 3. titil sinn á LPGA á Mizuno Classic þar sem hún hafði betur gegn Sophie Gustafson á 1. holu bráðaban; crossed; Þetta ár, 2000 náði hún að komast yfir $2 milljóna  markið í verðlaunafé eftir að hafa náð T-17 árangri á  U.S. Women’s Open risamótinu.• Árið 2001, vann hún 4. sigur sinn á LPGA Takefuji Classic,  þar sem henni tókst að sigra sjálfa Anniku Sörenstam með hring upp á 66 högg í lok móts; Hún og Janice Moodie sigruðu saman Hyundai Team Matches, óopinbert LPGA mót; Þetta ár 2001 fór Lorie yfir 3 milljón dollara markið í verðlaunafé eftir að verða T-7 á U.S. Women’s Open risamótinu.• Árið 2002, tapaði hún í bráðabana gegn Anniku Sörenstam á LPGA Takefuji Classic; hún náði það ár, 2002 að fara í 2. skipti holu í höggi á móti LPGA á Kraft Nabisco Championship; fór síðan yfir $4 milljón dollara markið í verðlaunafé eftir að verja titil sinn á  Williams Championship; eins náði hún að verja titilinn á Hyundai Team Matches ásamt liðsfélaga sínum Janice Moodie.• Árið 2003, varð hún í 2. sæti á LPGA Corning Classic og varð T-2 bæði á Giant Eagle LPGA Classic, þar sem hún tapaði í 4 stúlkna bráðabana gegn Rachel (Hetherington) Teske, og Welch’s/Fry’s Championship, þar sem hún náði lægsta skori sínu 61 höggi á ferlinum  • Árið 2004 varð hún í 2. sæti á  Safeway Classic Presented by Pepsi, þar sem hún tapaði í bráðabana gegn Hee-Won Han; síðan fór hún árið 2004 yfir $5 milljóna markið í verðlaunafé á  Kraft Nabisco Championship árið 2004• Árið 2005 náði hún m.a. að verða T-8 í Kraft Nabisco Championship risamótinu,  • Árið 2006 varð hún T-6 á Women´s British Open risamótinu og er það besti árangur hennar til þessa í mótinu. • Árið 2007 var besti T-4 á Long Drugs Challenge besti árangurinn á LPGA á heldur döpru ári • Árangur Lorie Kane á LPGA á árunum 2008-2012 má annars sjá nánar með því að SMELLA HÉR:

Komst á LET á grundvelli: 8b, NM Top 80. (Þ.e. Kane var búin að vinna sér inn keppnisrétt, en nýtti hann ekki að fullu 2012).

Í dag er Lorie Kane búin að vinna sér inn um $ 7 milljónir í verðlaunafé og er nr. 231 á Rolex-heimslista kvenna.