Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2013 | 11:00

Moe Norman – Einn besti kylfingur heims í að slá bein högg – (8/8)

Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma í að slá bein högg, Vegna þess hversu bein högg Moe voru var hann uppnefndur „Pipeline Moe.” Moe gerðist atvinnumaður í golfi 1957 og sigraði m.a.  í 55 mótum um ævina, átti 3 hringi upp á 59 högg og nokkra upp á 60, hann á m.a. 34 vallarmet sem mörg hver eru enn í gildi og fór 17 sinnum holu í höggi.

Þegar Mo var 5 ára lenti hann í slysi og var talið að hann hefði hlotið heilaskaða. A.m.k. varð Moe aldrei eins og fólk er flest, var einfari, sérvitur, þótti skrítinn og svolítið montinn og hafði skoðanir á öllu sem við kom golfi. Oft reyndist lífið Moe erfitt, en hann var góður karl inn við beinið.

Moe fékk inngöngu í kanadísku frægðarhöll kylfinga 1995 og í frægðarhöll kanadískra íþróttamanna 2006.

Moe fæddist 10. júní 1929 í Kitchener, Ontaríó í Kanada og dó í sama bæ           4. september 2004, þá 75 ára.  Fimm dögum fyrir andlát Moe tók Golf Digest langt viðtal við Moe. Viðtalið birtist hér á Golf 1 í íslenskri þýðingu og var vegna lengdar sinnar skipt niður í 8 greinar. Hér birtist 8. greinin og síðasta greinin: 

Gefum Moe orðið:

„Stundum þarf maður að fá drævið til að vera 10 metrum lengra.  Það er aðeins ein leið til þess að ná því og það er að snúa öxlunum meira.  Það er eina leiðin til þess að halda ritmanum. Önnur aðferð; að slá fastar eða með meiri áreynslu, að breyta boltastöðunni eða eitthvað annað, kemur niður á nákvæmninni. Það hlýtur að gera það. Annars væruð þið að sveifla eins í öll skipti.

Ég keyri 56.000 km á ári í Cadillac-num mínum.  Það er mikið vegna þess að ég keyri hægt, aldrei hraðar en 100 km á klst. Af hverju? Ég er aldrei að flýta mér neitt og ég verð stressaður ef ég keyri hraðar.  Ég hef fengið 3 sektir fyrir að keyra of hægt, síðast fyrir að keyra á 50 km hraða á svæði þar sem lágmarkshraði var 80.  Lögreglumaður hélt fyrirlestur fyrir mér, en ég sagði að enginn næði mér úr þægindasviði mínu (ens. my comfort zone).

Ef þið verðið stressuð eða hrædd í móti eða í því að spila fyrir framan annað fólk þá er vegna þess að það (mótið og gengi ykkar þar) skiptir ykkur of miklu máli.  Þið haldið að samkeppnin sé mikilvægari en hún í raun er. Ef þið standið á teig og ykkur líður eins og þið séuð að fara yfir Niagara fossana á loftlínu sem strengd hefir verið yfir þá með engu öryggisneti fyrir neðan þá er ekki nokkur leið að þið hafið nógu mikið sjálfstraust til þess að sigra mótið. Sagt er að eina leiðin til að komast yfir sviðsskrekk sé með reynslu og það er satt, en allt sem það þýðir er að þið verðið að kynnast sjálfum ykkur betur. Því betur sem þið kynnist sjálfum ykkur, því meira líkar ykkur við og treystið manneskjunni innan ykkar. Ég vann mörg mót vegna þess að mér leið svo vel með sjálfum mér.

Til að draga úr mikilvægi samkeppni – þá tel ég peningana mína. Það er ekki slæm hugmynd að gera það áður en þið farið úr bílnum ykkar og spilið golf. Verið viss um að þið séuð með nóg í vasa ykkar.  Ég var með $6,000 í reiðufé bara í þessum tilgangi – takið það fram og teljið alla seðlana. Golfhringur er ekki mikilvægur þegar ég er með  $6,000 í vasanum, eða hvað? Hah!

Hér má að lokum sjá sveilfugreiningu á sveiflu goðsagnarinnar Moe Norman: SMELLIÐ HÉR: