Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Cheyenne Woods – 25. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Cheyenne Nicole Woods, frænka Tiger og fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar í Wake Forest. Cheyenne fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og er því 24 ára í dag.

Hún er dóttir Earl Dennison Woods Jr., eldri bróður Tiger Woods. Afi hennar Earl Woods eldri var fyrsti þjálfarinn hennar.  Cheynne spilaði golf með golfliði Xavier College Preparatory og sigraði ár eftir ár Arizona 5A State Championships árin 2006 og 2007. Cheyenne útskrifaðist frá Wake Forest University  2012 þar sem hún spilaði golf með Demon Deacons. Cheyenne hefir sigrað á meira en 30 áhugamannamótum.

Árið 2009 þáði hún boð styrktaraðila til þess að spila á LPGA móti, the Wegmans LPGA. Það munaði 4 höggum að hún kæmist í gegnum niðurskurð.

Í apríl 2011 sigraði Cheyenne á Atlantic Coast Conference (ACC) championship.

Árið 2012 gerðist Cheyenne Woods atvinnumaður í golfi eftir útskrift frá Wake Forest.  Hún komst í gegnum úrtökumót fyrir U.S. Women’s Open, varð í 2. sæti.

Frá árinu 2013 hefir Cheyenne leikið á Evrópumótaröð kvenna (LET). Hún sigraði einmitt á fyrsta móti sínu á LET nú í ár, þ.e. 9. febrúar 2014 í Ástralíu þ.e. á Volvik RACV Ladies Masters.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  William „Bill“ Shankland, 25. júlí 1907 – 8. september 1998;  Craig Howard, 25. júlí 1970 (44 ára); Helgi Örn Eyþórsson, GLF, 25. júlí 1971 (43 ára)

….. og …….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is