Aliss með óviðeigandi komment
Peter Aliss, golffréttaþulur á BBC er með ákveðnar skoðanir og liggur ekki á þeim.
Stundum er betra heima setið en af stað farið – en það er bara engin leið að stöðva hinn 84 ára Aliss, þegar hann lætur fjúka komment, sem betur hefðu ekki verið sögð og þykja óviðeigandi.
T.a.m. nú á Opna breska hefir einkum tvennt sem hann sagði farið fyrir brjóstið á mönnum, sem síðan hafa óvægt vegið að Aliss á Twitter í kjölfarið.
Í fyrsta lagi þá sagði Aliss þegar ZJ var að taka sigurpúttið og myndavélarnar beindu myndinni að Kim Johnson, eiginkonu Zach, að nú væri hún líklega að hugsa: „Ef þetta pútt fer inn þá fæ ég nýja eldhúsinnréttingu.“
Kommentið hefir verið talið óviðeigandi þar sem það er talið fela í sér kynjamismunun og fordóma gagnvart konum. Ég meina það, af hverju skyldu þær eða í þessu tilviki Kim Johnson endilega vilja fá eldhúsinnréttingu? Ótrúlega ósmekklegt komment á jafn stórum viðburði og Opna breska er – enda hefir BBC beðist afsökunar á þessari athugasemd Aliss.
Hvað ZJ og konu hans Kim snertir þá hafa þau eflaust bara beðið fyrir Aliss og fyrirgefið honum, því bæði þykja með endemum trúrækin.
Aliss var aðeins 24 tímum áður búinn að vera með eitt skandalakommentið enn þegar hann gerði athugasemdir við það þegar áhugamaðurinn Paul Dunne, sem stóð sig frábærlega á Opna breska, var að faðma móður sína. Þá sagði Aliss m.a.: „Kannski að honum líki eldri konur!„
Aliss hefir áður verið með athugasemdir sem hafa innihaldið kynferðislega fordóma gagnvart konum m.a. þegar hann var spurður að því í viðtali Radio Times hvað sér finndist um að konum yrði veitt innganga og félagsaðild að St. Andrews. Þá svaraði Aliss kvennréttindakjaftæðið hefði eyðilagt leikinn (ens. „buggered up the game“ sem er enn ógeðslegra hugtak) vegna þess að konur ættu ekki fyrir félagsgjöldum í klúbbinn (St. Andrews). Þess ber að geta að þeim konum sem síðan var fyrstum veitt innganga í St. Andrews eiga meira enn nóg til hnífs og skeiðar en meðal þeirra sem hlutu inngöngu var Anna prinsessa af Englandi.
Kannski bara raus í gömlum karli, með fastmótaðar skoðanir um hlutverk kynjanna og ómögulegt að koma honum á aðrar, enda sem kunnugt er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024