Íris Katla Guðmundsdóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og the Royals urðu í 2. sæti á Anderson University Invitational

Í gær var leikinn seinni hringurinn á Anderson University Invitational mótinu í Suður-Karólínu.

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, lék í mótinu með the Royals, golfliði Queens University of Charlotte. Þetta var fyrsta háskólagolfmót sem Írís Katla tekur þátt í, í Bandaríkjunum.

Íris Katla lauk leik á samtals 162 höggum (80 82) og var á 3. besta skori liðs síns.

The Royals, lið Írisar Kötlu varð  í 2. sæti og taldi skor Írisar Kötlu, sem er frábær árangur!!!  The Royals voru samtals á 637 höggum, en Flagler háskólinn í 1. sæti á samtals 621 höggi og í 3. sæti Coker College á 651 höggi.

Næsta mót Írisar Kötlu og The Royals er Myrtle Beach Intercollegiate sem fram fer dagana 30. september – 1. október n.k.

Til þess að sjá frétt um mótið á heimasíðu Queens, háskóla Írisar Kötlu SMELLIÐ HÉR: