Breska kvengolfsambandið skipti um skoðun: Charley Hull fær að taka þátt í Curtis Cup!
Breski táningurinn Charley Hull hélt upp á það að hún fær að taka þátt í Curtis Cup með því að koma í hús á -1 undir pari 71 höggi á Kraft Nabisco Championship, sem hófst í Rancho Mirage í Kaliforníu í gær. Þetta er fyrsta mót atvinnumanna sem hún tekur þátt í og ekki slæmt fyrir 16 ára áhugamann að vera jöfn öðrum í 18. sæti eftir 1. hring.
Hinni 16 ára Charley var upphaflega bannað að taka þátt í Curtis Cup, þegar hún valdi að sleppa æfingu í Nairn í Skotlandi í síðustu viku og þiggja þess í stað boð um að spila á fyrsta risamóti LPGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum.
Breska kvengolfsambandið (ens.: Ladies Golf Union) stóð lengi fast á því að allar, þ.á.m. Charley, sem kæmu til greina í liðið og hefðu skrifað undir samning þess efnis að mæta á æfingum liðsins, og mættu síðan ekki á æfingu, kæmu ekki til greina í liðið. Þar sem æfinguna bar upp á sama tíma og Kraft Nabisco risamótið valdi Charley risamótið fram yfir áhugamannaliðakeppnina, sem Curtis Cup er.
En nú hefir valnefnd Ladies’ Golf Union horfið frá fyrri stefnu sinni og lyft þungu fargi af Charley, sem fær nú að vera fulltrúi Bretlands í liði Breta&Íra, sem mætir Bandaríkjamönnum í Nairn, 8.-10. júní n.k.
„Þetta er yfirþyrmandi. Ég er svo ánægð og þetta er frábært,“ sagði Charley Hull við blaðamenn eftir að hafa fengið fyrstu reynslu sína af því að spila við atvinnukylfingana í glampandi sólskininu í Mission Hills Country Club.
„Ég hélt ekki að þau myndu breyta þessu fyrir mig, en ég er ánægð að þau gerðu það. Ég var augljóslega í miklu uppnámi en ég er mjög ánægð að fá aftur sæti í liðinu.“
Aðspurð um hversu mjög hún hefði notið fyrsta hringsins síns í móti atvinnumanna, þá svaraði Hull: „Ég fékk fugl á fyrstu holunni í fyrsta risamótinu mínu…. þannig að ég var ansi montin með það.“
„Ég sló ekkert sérlega vel á æfingasvæðinu í morgun en var að slá vel úti á velli. Ég missti engar flatir, hitti vel með drævernum og járnapilið var þétt, þannig að ég get ekki kvartað.“
Charley Hull, sem er besti áhugamaður Bretlands og í 7. sæti á heimslistanum, sagði að hún ætlaði að halda sig við venjulegt mótsplan sitt þrátt fyrir að hún væri nú að spila gegn bestu atvinnukylfingum heims. (Innskot: Kannski einmitt þess vegna… aldrei meiri þörf á því en nú!)
„Það er erfitt að meðtaka þetta allt, en ég er bara að reyna að einbeita mér og reyna að gera ekkert sem er á skjön við venjulegu rútínuna mína,“ bætti hún við.
Sem stendur er Charley 5 höggum á eftir Amy Yang, sem er í 1. sæti á Kraft Nabisco mótinu eftir 1. dag.
Sjá má stöðuna á Kraft Nabisco risamótinu með því að smella HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024