Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2012 | 10:00

Frægir kylfingar: Michael Phelps

Michael Phelps er einn besti sundmaður allra tíma.  Hann hefir þegar slegið met Mark Spitz um 33 heimsmet í sundi – Phelps á 38 heimsmet og hefir unnið til fleiri gullverðlaunapeninga á Ólympíuleikum en nokkur í sundi eða 18 alls.

Hann hefir gefið út að hann ætli að hætta í sundi eftir Ólympiuleikana í London sjá m.a með því að SMELLA HÉR: 

Hann ætlar að draga sig í hlé 27 ára, e.t.v. til þess að geta varið meiri tíma með kærestu sinni Megan Rossee (sjá mynd hér að neðan) … en líka til þess að geta spilað meira golf, en það er eitt af því fáa sem tekist hefir að draga upp úr honum hvað hann ætli að gera eftir að keppnisdögunum í sundi lýkur.

Megan Rossee og Michael Phelps

Í viðtali við Rick Reilly s.l. maí sagði Phelps m.a. að hann langaði til að spila golf og hann hefði jafnvel hugsað um að taka það upp þegar hann var yngri. Hann sagðist vilja spila „alla bestu golfvelli í heiminum“ og hann er þegar farinn að taka tíma hjá Hank Haney.

Í öðru viðtali við Bob Costas sagði Phelps að hann teldi sig ekki góðan kylfing en hann hefði „markmið að skafa X högg af spili sínu og vinna í stutta spilinu eða púttum, en það væri þannig hlutir sem héldu sér við efnið og hann væri spenntur fyrir.“

Sumir fjölmiðlar eins og Bleacher Report eru jafnvel að velta því fyrir sér hvort Michael Phelps fari að keppa í golfi, því hann er mikill keppnismaður og kappsamur í öllu sem hann gerir.

Nokkuð öruggt er að hann verður vinsæll í Pro-Am hlutum á mótum atvinnumanna…. og…..kannski við eigum eftir að sjá hann á Ólypíuleikunum 2016…..  í golfi?