Arctic Open fór fram í 28. skipti sl. ár, 2014.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 09:00

GA: 189 þátttakendur í Arctic Open

Dagana 26.-28. júní s.l. fór hið árlega Arctic Open fram á Akureyri, í 28. skipti.

Þátttakendur að þessu sinni voru 189, þar af 27 kvenkylfingar.

Um 36 holu mót er að ræða þar sem spilaðar eru 18 holur hvorn keppnisdag.

Keppnisform er punktakeppni með og án forgjafar, leikið er í einum opnum flokki auk þess sem veitt eru verðlaun fyrir besta skor í kvennaflokki og öldungaflokki karla.

Mótið er vinsælt meðal erlendra keppenda og í ár tók m.a. þátt Oliver Horovitz, sem ritaði bókina vinsælu „An American Caddy in St. Andrews.“

Oliver Horovitz (fyrir miðju myndar) ásamt holli sínu á Jaðrinum. Mynd: Í eigu Oliver Horovitz

Oliver Horovitz (fyrir miðju myndar) ásamt holli sínu á Jaðrinum. Mynd: Í eigu Oliver Horovitz

Horovitz á Jaðrinum

Horovitz á Jaðrinum í Artic Open

 

Horovitz fannst fyndið að það stæði MUU á mjólkurfernunum íslensku. Mynd: Í eigu Oliver Horovitz

Horovitz fannst fyndið að það stæði MUU á mjólkurfernunum íslensku – Hér fær hann sér hressingu á Arctic Open 2014. Mynd: Í eigu Oliver Horovitz

Helstu úrslit í mótinu voru eftirfarandi:

Besta skor kvenna: Björg Traustadóttir, GÓ  30 yfir pari, 172 högg (83 89)

Besta skor karla í öldungaflokki 55+: Haraldur Júlíusson , GA, 19 yfir pari, 161 högg ().

Punktakeppni með forgjöf:

1 Brynja Herborg Jónsdóttir GA 20 F 19 18 37 41 37 78
2 Konráð Vestmann Þorsteinsson GA 7 F 19 15 34 43 34 77
3 Jón Sigurpáll Hansen GA 23 F 19 14 33 42 33 75

Punktakeppni án forgjafar:

1 Kristinn Gústaf Bjarnason GSE F 15 17 32 41 32
2 Matthew Ricks F 21 17 38 32 38
3 Tryggvi Valtýr Traustason GSE F 17 17 34 30 34

 

Lengstu dræv: 

Lengsta dræv á 15 braut, dagur 1 – Kristinn G. Bjarnason, GSE

Lengsta dræv á 15 braut, dagur 2 – Steindór Kr. Ragnarsson

 

Nándarverðlaun: 

Næstur holu á 4. Braut, dagur 1 – Ian Williams.  1,94 metrar

Næstur holu á 4. Braut, dagur 2 –  Oliver Horovitz.  2, 03 metrar.

Næstur holu á 6. Braut, dagur 1 – Þorlákur Ingi Hilmarsson. 2,6 metrar

Næstur holu á 6. Braut, dagur 2 –   Kristinn H. Svanbergsson. 2,4 metrar.

Næstur holu á 11. braut, dagur 1 – Finnur Heimisson. 1,26 metrar

Næstur holu á 11. braut, dagur 2 – Hinrik Þórhallsson.  Hola í höggi!!!!!

Næstur holu á 14. Braut, dagur 1 – Konráð V. Þorsteinsson. 41 cm.

Næstur holu á 14. Braut, dagur 2 –  Fleming Poulsen. 1,32 metrar

Næstur holu á 18. Braut,  dagur 1 – Sighvatur Dýri, GKG. 52 cm.

Næstur holu á 18. Braut,  dagur 2 –  Hjörtur Sigurðsson, GA – 74 cm