Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2014 | 08:00

LET: Georgia Hall fékk Benz fyrir ás

Enski kylfingurinn Georgia Hall vann Mercedes Benz bifreið fyrir að fara holu í höggi á Omega Dubai Ladies Masters.

Höggið góða kom á 167-yarda par-3 15. braut Majilis vallarins í Emirates golfklúbbmum.

Fyrir ásinn hlaut Hall glæsilegan Mercedes Benz C-200 og verður nú að fara í ökutíma og fá sér bílpróf, sem hún er ekki enn komin með!

„Ég var ekkert að spila svo vel áður (en ég fékk ásinn). Ég sló samt nokkur virkilega góð og notaði 4-járnið af 167 yördum.  Þetta var fullkomið högg. Ég gat í raun ekki séð það vegna þess að ég var með sólina í augunum en þetta var frábær tilfinning,“ sagði Hall, sem varð atvinnumaður í júlí og fékk boð þá um að spila á Omega Dubai Ladies Masters.“

„Þetta var þráðbeint högg, þannig að ég vonaði að það myndi fara í holu og það gerðist þannig að ég er ánægð. Ef ég gæti keyrt bílnum væri það svalt!“

Þetta er annar ás Georgiu en sá fyrri kom á 17. holu Machynys Peninsula golfklúbbnum í Suður-Wales 2013 þegar hún sigraði á Ladies British Open Amateur Championship.

Þetta var líka 2. ásinn í s.l. viku því Stacey Keating fékk einn á 4. holu á 1. hring mótsins.

Connie Chen frá Suður-Afríku fékk líka ás á 15. holu á Omega Dubai Ladies Masters 2013, og vann fyrir það Mercedes Benz convertible.