Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2013 | 10:00

GK: Guttarnir og Guðrún Brá sigruðu í liðakeppni Hraunkots

Í gærkvöldi, 9. mars 2013 lauk liðakeppni Hraunkots 2012-2013 með glæstum sigri hjá Guttunum & Guðrúnu Brá. Liðið Guttarnir & Guðrún Brá samanstendur af: Atla Má Grétarssyni, Henning Darra Þórðarsyni, Kristni Sigursteini KristinssyniÞorkeli Má Júlíussyni og systkinunum Helga Snæ og Guðrúnu Brá Björgvinsbörnum Sigurbergssonar.

Byrjað var að spila kl 14:00 í milliriðlum sem endaði þannig að í undanúrslit mættust Guttarnir & Guðrún Brá gegn Golfskólanum og í hinum leiknum The Pros gegn Fógetunum.

Guttarnir & Guðrún Brá fóru í bráðabana gegn Golfskólanum og mörðu sigur, þar sem Helgi Snær tryggði Guttunum sigur á sjöttu holu bráðabana.

Í seinni leiknum unnu The Pros sigur á Fógetunum 2-1. Það voru því Guttarnir & Guðrún Brá sem mættu The Pros í úrslitum, sem endaði með sigri Guttana 2-1. Golfskólinn vann síðan leikinn um 3 sætið örugglega 3-0.

Það er greinilegt að liðakeppnin er komin til að vera.

Golf 1 óskar sigurvegurunum hjartanlega til hamingju!

Heimild: keilir.is