GKG: Albatross hjá Birgi Leifi!
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, gerði sér lítið fyrir og fékk albatros á 18. holunni á Hacienda del Alamo vellinum, en brautin er par 5, 533 metra löng. Birgir Leifur, sem er ásamt félögum sínum í afrekshópum GKG í æfingaferð, sló í holu af 235 metra færi, með dræver, á móti sterkum vindi.
“Teighöggið heppnaðist vel, og það kom ekkert annað til greina en að reyna við flötina, þó svo að það veitti ekki af drævernum aftur. Það var nokkuð sterkur hliðarmótvindur og boltinn sveigði skemmtilega í átt að pinna, lenti mjúklega og rúllaði í rólegheitunum í holuna. Þetta var frábær tilfinning að sjá boltann hverfa.” Þetta er í annað sinn á ferlinum sem Birgir Leifur nær þessum sjaldgæfa fugli. Hringinn lék Birgir Leifur á 67 höggum, eða 5 undir pari.
“Ég er mjög sáttur við golfið hjá mér undanfarna daga. Ég hef verið að vinna aðeins í tækninni í sveiflunni og tilfinningin er mjög góð, og boltaflugið eins og ég vil hafa það. Ég er mjög bjartsýnn á gott gengi í sumar en væntanlega hefst keppnistímabilið hjá mér um mánaðarmótin maí júní.”
Heimild: GKG
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024