Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2014 | 10:00

Golfútbúnaður: Nýi dræver Mickelson – Callaway Big Bertha Alpha

Callaway kom fyrst á markað með Big Berthu árið 1991 og það breytti golfheiminum.

Nú er fyrirtækið að endurvekja nafnið og vonar að nýjasta nýjungin á drævernum vinsæla muni slá í gegn líkt og dræverinn gerði árið 1991.

Nú verður hægt að aðlaga 4 þætti dræversins: 1) loftið – eða m.ö.o. fláann á kylfunni; 2) miðju þyngdarpunktssins (ens.: center of gravity); 3) leguna (ens. lie) og í fyrsta sinn CG hæðina, þ.e. hæðina á miðju þyngdaraflsins (ens. CG (Center of Gravity) height).

Fyrir 20 árum þegar Ely Callaway og teymi hans hönnuðu Big Berthu vitnuðu þeir í Isaac Newton þegar sá sagði: „Að ekki væri hægt að deila við eðlisfræði.“

Isaac Newton

Isaac Newton

Á þessum 22 árum sem liðin eru hefir sveifla Sir Newton ekki breyst hætishót og ekki heldur kenning hans um þyngdaraflið, en það er þyngdaraflsmiðjan sem er lykillinn að nýja Big Bertha drævernum.

Þyngdaraflskjarninn er 2 þummlunga rör sem er búið til úr 1.5 grömmum af fíberglasi og 10.5 grömmum af tungsten og er hægt að setja í sóla dræversins til þess að færa CG-ið (enska fyrir Center of Gravity þ.e. punktinn í  miðju þyngdaraflsins).  Þetta færir kylfingnum möguleikan á að aðlaga spinn dræversins óháð horninu sem slegið er frá, en það er í fyrsta sinn, segja þeir hjá Callaway, að nokkur hefir reynt að brjóta upp þetta fasta samband.

Big Bertha Alpha

Big Bertha Alpha

Hægt er að setja miðhlutann með þunga tungsten málminum næst sólanum og þyngdin dregur miðju þyngdaraflspunktsins lægra og því verður minna bakspinn á boltanum. Þessu er aftur hægt að breyta þegar  þyngdaraflspunktinum er snúið  og stykkið sett í mið þyngdarafls-staðsetningu í miðjunni.

innan í Big Bertha Alpha drævernum

innan í Big Bertha Alpha drævernum

Þeir hjá Callaway  segjast hafa mælt  600rpm mun á milli staðsetninga pinnans þegar kylfan var prófuð af leikmönnum hjá þeim.

Þeir segja að kylfingar með yfir meðaltals kylfuhöfuðshraða (ens. clubheadspeed) kjósi fremur að vera með pinnann í lægri staðsetningunni til þess að ná flatara boltaflugi, meðan kylfingar sem vilja hafa meiri stjórn á kylfu sinni kjósi að hafa þyngdarpunktinn í miðjunni.  Hvað tækinina áhrærir þá er þyngdarpunktsfræðin rétt á byrjunarreit í þróun á Big Bertha Alpha drævernum.

Crown

Crown

Slípuð (forged) blendings (composite) krónu (ens. crown) hönnun sameinar Callaway Hyper Speed Face  og gerir það að verkum að kylfuandlitið er létt en mjög sterkt og boltar fljúga hratt af því. Það eru samtals 8 ólík efni sem eru í Big Bertha Alpha, sem stuðla að léttri en jafnframt sterkri kylfu og gæðum , sem hefir gert Callaway kleift að halda þyngd niðri en viðhalda leikanlegri D3 sveifluvigt.

Ens: „Bertha hosel"

Ens: „Bertha hosel“ – svarta stykkið á myndinni – þar sem skaft og kylfuhöfuð mætast

Aðlaganleikinn byrjar með Callaway’s Advanced Adjustable Hosel (Hosel er enskt nafn yfir þann hluta kylfunnar þar sem kylfuhöfuðið tengist kylfuskaftinu).  Hönnunin á hinu svokallaða hosel þýðir að kylfingar geta hvort heldur er og hvort í sínu lagi aðlagað og stillt loft þ.e. fláa og legu kylfiunnar. Hægt er að stilla Big Bertha Alpha dræverinn í eina af 4 stillingum sem hægt er að velja á milli. Fláan er hægt að stilla um -1 gráðu til +2 gráða  í 9 gráðu kylfuhaus. Ennfremur geta kylfingar valið milli „drags“  (enska: draw) eða hlutlauss (ens. neutral) horns á kylfuhöfuði (ens. club face angle).

Það sem er mikilvægt er að sama hvaða stilling sem valin þá snýst ekki Fubuki ZT skaftið eða gripið.

En ekki er allt talið hvað aðlaganleikann m.ö.o. hvað val á stillingum dræversins snertir.  Callaway hefir komið fyrir tveimur þyngdum í hæl og tá Alpha dræversins til þess að breyta miðju þyngdaraflsins til þess að aðlagast sveiflu einstakra kylfinga eða löguninni á högginu sem þeir kjósa. Þyngdirnar eru 1 til 7 gramma og koma sem standard útbúnaður í sólanum með þyngdir upp á 3 – 5 grömm, sem hægt er að velja um í hverjum dræver.

Callaway Big Bertha Alpha

Callaway Big Bertha Alpha

 Þegar dræverinn er settur upp í standard stillingu, þá er sveifluvigt  Callaway Big Bertha Alpha  D3, en með aðlögum á þyngdum þá getur sveifluþyngdin verið á bilinu D0 – D5.

Hér má sjá myndskeið þar sem nýi dræver Mickelson – Callaway Big Bertha Alpha er kynntur nánar SMELLIÐ HÉR: