Golfvellir í Kazakhstan: Nurtau og Zhailjau
Hér að undanförnu hafa golfvellir í Cádiz á Spáni verið kynntir og hefir nú u.þ.b. helmingurinn af golfvöllunum verið kynntur þ.e. 11 af 21. Smá hvíld verður frá þeim kynningum í kvöld, en þeim strax fram haldið á morgun. ALLIR þ.e.a.s. báðir golfvellir Kazakhstan verða kynntir í kvöld: þ.e.a.s. Nurtau og Zhailjau og er það í fyrsta sinn, sem ALLIR golfvellir einnar þjóðar eru afgreiddir í einni og sömu grein hér á Golf1.is Báðir vellirnir eru í Almaty í Khazakhstan.
Byggt er á grein Bernie McGuire, sem fékk að spila báða vellina síðla árs 2011 og eru allar myndir sem hér fylgja úr þeirri grein. Sjá má upprunalegu greinina með því að smella HÉR:
Hér fara nokkrir punktar um vellina:
En fyrst….vita allir hvar Kazakhstan er? Kazakhstan á landamæri að Rússlandi, Kína, Kyrgystan, Túrkmenistan og Uzbekistan. Það er 9. stærsta ríki heims og er stærsta landlukta ríki heims.
Kazakhstan var síðasta ríkið til að lýsa sjálfstæði frá Sovétríkjunum gömlu 16. desember 1991. Við tók Nursultan Nazarbayev, sem lýsti sjálfan sig forseta og hefir ríkt síðan í landinu.
Þótt ýmislegt miður fallegt megi segja um Nazarbayev þá er það þó ást hans á golfi að þakka að 2 golfvellir eru til í landinu og þeir vellir eru geysigóðir að sögn og er eitt aðalmótið á Áskorandamótaröð Evrópumótaraðarinnar, sem fram fer þar, Kazakhstan Open. Báðir eru golfvellirnir í Almaty, stærstu borg Kazakhstan, sem áður var höfuðborgin en skipt var um höfuðborg 1997 og nú er höfuðborg Kazakhstans, Astana (sem einnig er heiti flugfélags Kazakhstans.)
Golfvellir Kazakhstan eru Zhailjau völlurinn, sem hannaður er af Arnold Palmer og Nurtau golfvöllurinn, sem er elsti golfvöllurinn í landinu.
Upplýsingar um vellina:
- Nurtau Golf Club
„Alatau“ Sanatorium,Tausamaly Village – KY-483110 Almaty Olblast
- Zhailjau Golf Resort
56 Konayeva St., Almaty, Kazakstan 480002Nurtau golfvöllurinn opnaði 1996 og er fyrsti golfvöllurinn sem byggður var í Kazakhstan. Hann fær A í einkunn af þeim, sem prófað hafa hann og er sérstaklega tiltekið hversu brautirnar og flatirnar séu fínar, sem og vatnshindranirnar sem koma við sögu á 12 holum. Allir kylfuberar klúbbsins er kvenkyns, sem er nokkuð sérstakt.Zhailjau golfklúbburinn er yngsti golfklúbbur landsins 6944 yarda af öftustu teigum. Þetta er sagður vera einn besti völlurinn sem Arnold Palmer hefir hannað. Allt í kringum völlinn eru glæsivillur og býr sjálfur forsetinn í einni þeirri flottustu við 10. flöt.Hvernig væri að skella sér í golf til Kazakhstan?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024