Golfvellir í Rússlandi (9. grein af 9): Tseleevo golfvöllurinn
Hér í kvöld er komið að síðustu kynningunni á rússneskum golfvöllum. Sá völlur sem kynntur verður er Tseleevo Golf and Polo Club.
Tseleevo golfklúbburinn er með einn besta golfvöll í Rússlandi að svo komnu máli. Hann opnaði dyr sínar fyrir kylfingum 2008. Jack Nicklaus, sem hannaði völlinn segir um hann „þetta er einn af 10 bestu golfvöllum sem ég hef hannað hingað til.“
Golfvöllurinn er 18 holu par-72, 6849 yarda (6263 metra). Hann er staðsettur í skóglendinu í litla bænum Tseleevo, 47 km frá Moskvu í Dmitrov hverfinu 42 km frá MKAD Dmitrov hraðbrautinni.
Maður verður að sögn að spila sitt besta golf til þess að skora Tseleevo golfvöllinn vel. Þessi fallegi skógarvöllur gerir kröfu um hverja einustu kylfu í pokanum. Á sumum brautum þarf að dræva langt, á öðrum er þörf nákvæmni, staðsetningargolfs og frábærs járnaspils. Völlurinn er hreinasta áskorun á kláran og strategískan golfleik. Leikur á þessum velli er hverjum ógleymanleg reynsla.
Einkennisbraut vallarins er par-4, 7. brautin. Þar er slegið blint eftir braut sem hallar niður í móti. Þeir sem ekki þekkja völlinn vel eru oft utan brautar í drævinu, því brautin liggur í hundslöpp til vinstri. Annað höggið er ekki kökubiti (ens. piece of cake) heldur. Á brautinni er bara einn flatur lendingarstaður sem er ekki stærri en 5 x 10 metra og er aðeins hægt að lenda þar með góðu og nákvæmu drævi. Þeir sem ekki voru svo heppnir að hitta verða að slá úr halla niður í móti inn á flöt sem varin er af vatnshindrun fyrir framan og tveimur sandglompum til beggja hliða, sem er ekki auðvelt því flötin liggur 15 metrum neðar og er slegið niður á hana.
Að lokum er því komið á framfæri sem sagt var um golfvelli í Rússlandi. Þeir eru flestir á Moskvusvæðinu og ferð þangað ferðarinnar virði þegar sameina á menningu og golf. Í Moskvu er gnægð listasafna, halla, og annarra safna. Líkt og aðrar stórborgir, er Moskva borg sem sofnar aldrei. Hún er þekkt fyrir næturlíf sitt og mikið úrval skemmtana t.a.m. djassklúbba sína, karókí, næturklúbba, bara svo minnst sé á eitthvað og á daginn er síðan hægt að spila á nokkrum frábærum golfvöllum, sem liggja í útjaðri borgarinnar.
Upplýsingar um Tseleevo:
Komast má á heimasíðu Tseleevo með því að smella HÉR:
Heimilisfang: Tseleevo Golf & Polo Club,
Dmitrov hverfið, Tseleevo, Moskva, Rússland
Sími: +7 495 980 63 01
Tölvupóstfang: tseleevo@gostclub.ru
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024