Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2015 | 10:00

Greg Norman 60 ára

Stórkylfingurinn Greg Norman, frá Ástralíu sem oft er einnig nefndur „hvíti hákarlinn“ á 60 ára stórafmæli í dag.   Viðurnefni sitt fékk Greg vegna þess hversu ljós yfirlitum hann er með föla húð og ljóst hár en einnig vegna aggressívs golf- stíls síns og eins vegna þess að viðurnefnið vísar til þess rándýrs, sem finnst í höfunum við fæðingarstað Norman.

1-a-gregnorman

Gregory John Norman AO fæddist 10. febrúar 1955 í Mount Isa, Queensland.

Hann var í 331 viku nr. 1 á heimslistanum í golfinu á árunum milli 1980-1990.  Hann hefir sigrað í 85 alþjóðlegum mótum þ.á.m. í tveimur risamótum: Opna breska 1986 og 1993.

Í dag býr Norman í Hobe Sound í Flórída.

Greg kvæntist þrívegis: Lauru Andrassy (1981-2007); Chris Evert (2008-2009) og núverandi eiginkonu sinni, Kirsten Kufner (2010).  Greg á tvö börn: Morgan Leigh og Gregory.

 

Greg og eiginkona hans Kirsten

Greg og eiginkona hans Kirsten

Til þess að sjá flotta vefsíðu hvíta hákarlsins shark.com SMELLIÐ HÉR: