Hæfileikar Charley Hull komu fljótt í ljós (4/5)
Það eru tveir þjálfara Charley Hull, sem hafa komið henni þangað sem hún er í dag. Þeim hefir tekist að draga fram og undirstrika eðlislæga hæfileika hennar.
Jafnskjótt og þeir sáu hana spila gerðu þeir Kevin Theobald (golfkennari í Kettering golfklúbbnum á Englandi) og Lee Scarbow (sá sami og kenndi Ian Poulter) sér grein fyrir að frammi fyrir þeim var einstakur kylfingur.
„Kevin sagði mér að slá fastar,“ sagði Hull. „Ég sló boltann eins og lítil stúka og hann sagði við mig: Nei, reyndu að slá eins og karlmaður (þ.e. kraftmeira). Ég var 6 ára þegar hann sagði mér þetta.“
„Lee hefir bætt tæknilegu hlið mína mikið. Hann fínpúsaði mig og er enn þjálfarinn minn. Fyrsta skiptið sem ég fór til Lee var ég 9 ára. Hann lét mig slá allskyns brelluhögg – yfir tré, í kringum runna. Þetta var skrítið. Ég hafði bara svo mikla hæfileika. Í boðum frænku minnar var gaman að standa á fótbolta. Í öðrum enda garðsins var karfa, í sömu fjarlægð og gæinn í appelsínugula bolnum er (Charley bendir á BT afgreiðslumann úr kaffihúsinu, þar sem viðtalið er tekið). „Ég hélt uppi fótboltanum á öðrum fæti og chippaði golfboltum í körfuna!“
Þessar partýbrellur nýttust Charley vel í Solheim Cup – sérstaklega í tvímenningsleikjum sunnudagsins þar sem nýliðinn Charley burstaði Paulu Creamer, fyrrum nr. 2 í kvennagolfinu, 5&4 og varð síðan fræg á að biðja Paulu um að árita golfbolta sem hún var með.
„Hann (golfboltinn) var fyrir vin minn,“ sagði Charley. James vildi fá áritaðan bolta af Paulu Creamer. Hann var yfir sig ánægður. Ég sagði við hann: „Þetta er nokkurra skildinga virði ….. ekki selja hann!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024