Hjartaþeginn Erik Compton hlaut kortið á PGA
Tvöfaldur hjartaþegi Erik Compton vann sér inn kortið sitt á PGA Tour fyrir næsta keppnistímabil, þegar hann lauk keppni í gær í 13. sæti á peningalista Nationwide Tour. Það eru 25 efstu á peningalista Nationwide Tour, sem hljóta keppnisrétt á PGA 2012. Compton er alls búinn að sanka að sér $239,737 í verðlaunafé á árinu, en stærstur hluti þess kom í hans hlut í júní s.l. sumar þegar hann vann fyrsta mótið sitt, Mexico Open á Nationwide. Hinn 31 ára Compton hefir spilað á 30 PGA mótum en aldrei tekist að tryggja kortið sitt áður. Reyndar var hann á tímabili alls ekki viss um að hann myndi geta verið atvinnumaður í golfi, hvað þá á PGA Tour.
„Þetta er kraftaverk” sagði Compton. „Þetta er virkilega kraftaverk, sem mér hefir tekist.”
Compton greindist 9 ára með cardiomyopathy, sem er stækkun hjartans, sem skerðir hæfileika þess til þess að pumpa blóði. Árið 1992, þ.e. 3 árum síðar fékk Compton nýtt hjarta. Hann þarfnaðist síðan annars hjartagjafa 2008 þegar fyrra hjarta hans gaf sig.
Compton byrjaði í golfi eftir fyrstu hjartaígræðsluna, bara til þess að koma sér í form. En það snerist upp í svo miklu, miklu meira fyrir hann.
„Þessi leikur (golfið) hefir verið slík endurhæfing á lífinu fyrir mig; þegar ég spilaði gat ég bara ekki hugsað um erfiðleika mína,” sagði hann.
Compton fékk annað bakslag í sumar eftir að hann spilaði á AT&T National á PGA Tour s.l. júlí, þegar líkami hans hafnaði gjafahjartanu, en læknar náðu því aftur á strik með aukinni lyfjagjöf. Hann tók sér margra vikna frí og barðist við að komast aftur í fyrra form, sem ekki hefir tekist þar til nú nýlega.
Compton deildi 18. sætinu með öðrum í móti helgarinnar á Nationwide Tour, sem er besti árangur hans frá því hann sigraði í Mexikó í sumar.
„Ég kom hingað og alveg til loka var ég pirraður vegna þess að mig langaði til að spila vel og vera með á toppnum,” sagði Compton. „Í loks dags erum við allir perfektionistar, þ.e. fullkomnunarsinnar.”
Heimild: CBS Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024