Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2012 | 18:30

Hver er kylfingurinn: Ernie Els? (3. grein af 7)

Árin sem atvinnumaður

Árið 1989 varð Ernie suður-afrískur meistari í höggleik og sama ár gerðist hann atvinnumaður. Hann vann fyrsta atvinnumannsmót sitt 1991 á Southern Africa Tour (í dag: Sólskinstúrnum; ens.: Sunshine Tour). Hann varð efstur á stigalista Sólskinstúrsins 1991/92 og 1994/95. Árið 1993  sigraði Els í fyrsta móti sínu utan Suður-Afríku á Dunlop Phoenix í Japan. Árið 1994 vann Ernie fyrsta risamót sitt, Opna bandaríska. Hann var jafn þeim Colin Montgomerie og Loren Roberts eftir 72 holur og þeir fóru í 18 holu umspil næsta dag. Þrátt fyrir að hafa byrjað umspilið á skolla og skramba náði Ernie að jafna skor Loren Roberts upp á 74 högg. Ernie fékk fugl á 2. holu í umspili og vann fyrsta titil sinn á Opna bandaríska.

Brosandi Ernie á Buick Classic 2004

Ernie sigraði á Dubai Desert Classic á evrópsku mótaröðinni og á Toyota World Match Play Championship, þar sem hann lagði Colin Montgomerie 4&2. Árið eftir varði Els titil sinn í World Match Play Championship, þegar hann lagði Steve Elkington 3&1, sigraði Byron Nelson Classic  í Bandaríkjunum og vann 2 sigra í viðbót á Sólskinstúrnum eftir að hann sneri heim til Suður-Afríku. Árið 1996 sigraði  Els enn í 3. sinn á World Match Play Championship í þetta sinn Vijay Singh 3&1. Engum kylfingi í sögunni hefir tekist að sigra 3 sinnum í röð í holukeppni sem þessari. Els lauk árinu með því að sigra á móti heima, þ.e. South African Open.

Árin 1997–2002: Sigur á risamótum

Árið 1997 sigraði Els fyrra skiptið  U.S. Open (og enn Colin Montgomerie) í þetta sinn í Congressional Country Club, og varð þar með fyrsti útlendingurinn til að sigra titilinn frá því  Alex Smith (1906, 1910) tókst að sigra U.S. Open tvívegis. Hann varði titil sinn á Buick Classic mótinu og bætti sigri á Johnnie Walker Classic á ferilsskránna. Els vann næstum World Match Play Championship fjórða árið í röð, en tapaði fyrir Vijay Singh á lokahringnum. Árin 1998 og 1999  voru góð ár fyrir Els en hann sigraði alls 4 sinnum bæði á PGA og evrópsku mótaröðinni.

Árið 2000 hófst á sögulegum nótum fyrir  Els, sem hlaut sérstakan heiðursvott frá stjórn framkvæmdastjóra evrópsku mótaraðarinnar, sem veittu honum heiðurs ævilangan spilarétt á evrópsku mótaröðinni vegna tveggja  U.S. Open titla hans og þriggja  World Match Play titla. Árið 2000 var ár 2. sæta fyrir Ernie Els; hann varð t.d. þrisvar sinnum í 2. sæti á risamótum ársins (Masters, U.S. Open og Opna breska) og 7 sinnum í alþjóðlegum mótum um allan heim.  Árið 2001 var síðan ár vonbrigða fyrir Els; honum tókst ekki að vinna eitt einasta mót á PGA Tour en það var í fyrsta sinn frá árinu 1994, sem það gerðist, en hann varð 9 sinnum í 2. sæti á árinu.

Árið 2002 var eitt besta ár Ernie Els. Það hófst á sigri í Heineken Classic mótinu í Royal Melbourne Golf Club.  Ernie fór síðan til Bandaríkjanna og lyfti Genuity Championship verðlaunagripnum, eftir að hafa sigrað þann sem þá var nr. 1 á heimslistanum, sjálfan Tiger Woods. Það sem eflaust stendur upp úr á árinu er hins vegar sigur hans á Opna breska í mjög svo erfiðum aðstæðum á Muirfield.  Els hafði betur í fjögurra manna bráðabana og tók heim Claret Jug í fyrsta sinn og þaggaði þar með í gagnrýnisröddum sem höfðu dregið í efa andlegan styrkleika hans á vellinum. Ernie vann líka í 4. World Match Play mótinu og heima (í Suður-Afríku) sigraði hann í 3. sinn á  Nedbank Challenge og átti 8 högg á næsta mann.

Heimild: Wikipedia