Hver er kylfingurinn: Ernie Els (4. grein af 7)
Árin 2003-2005: Hinir 5 stóru
Á árinu 2003 varð Ernie Els í fyrsta sinn efstur á stigalista Evróputúrsins. Jafnvel þó að hann léki í færri mótum en samkeppnin, vann Els fjórum sinnum og varð 3 sinnum í 2. sæti. Honum gekk líka vel í Bandaríkjunum, en hann vann á Mercedes Championship og Sony Open og varð meðal 20 efstu í öllum 4 risamótunum þ.á.m. varð hann í 5. sæti á US Open og í 6. sæti bæði á Masters og PGA Championship. Til þess að kóróna allt saman vann Ernie Els heimsmeistaratitilinn í holukeppni í 5. sinn, sem var met. Árið 2003 varð hann í 37. sæti á SABC´s Great South Africans (þ.e. sá sem var í 37. sæti yfir þekktustu menn frá Suður-Afríku).
Árið 2004: Árangur innan um vonbrigði
Árið 2004 var annað ár árangurs en Els vann 6 sinnum á báðum mótaröðum þ.á.m. stóra sigra á WGC-American Express Championship og á 6. World Match Play Championship móti sínu, sem var nýtt met. En árangri hans lauk ekki þar. Els sýndi undraverðan stöðugleika á risamótunum en tapaði fyrir Phil Mickelson á Masters þegar Mickelson náði fugli á 18. holu og hreppti titilinn; Els varð í 9. sæti á US Open eftir að hafa spilað í lokahópnum með vini sínum og landa, Retief Goosen og tapaði öllum að óvörum í bráðabana á Opna breska fyrir hinum þá óþekkta Todd Hamilton. Ernie Els átti eftir 14 feta (4,3 metra) pútt fyrir fugli á lokaholu eftir 71 holu spil en missti púttið og tapaði umspilinu. Els varð síðan í 4. sæti á PGA Championship, þar sem þrípútt 72. holunni kostaði hann sæti í bráðabana. Allt í allt varð Ernie 16 sinnum meðal 10 efstu og í 2. sinn efstur á stigalista Evróputúrsins og jafnframt í 2. sæti á peningalistanum í Bandaríkjunum.
Árið 2004 var upphaf „hinna stóru fimm” sem er notað til lýsa tímabili í golfinu þegar Tiger Woods, Vijay Singh, Ernie Els, Retief Goosen og Phil Mickelson drottnuðu yfir öllu í golfinu. Þessir 5 voru þeir einu sem höfðu sætaskipti sín á milli á toppi heimslistans: athyglisverðust voru e.t.v. skiptin þegar Vijay Singh tókst að ná 1. sætinu af Tiger. En þessir 5 héldust meira og minna í topp-5 sætunum á heimslistanum frá 2004 til ársbyrjunar 2007. Milli sín áttu þeir 9 risamótstitla og í mörgum þeirra móti öttu einverjir eða allir kappi við hver aðra. Árið 2005 meiddist Ernie Els á hné þegar hann var á siglingu með fjölskyldu sinni í Miðjarðarhafinu. Þrátt fyrir að missa af nokkrum mánuðum af 2005 keppnistímabilinu vann Ernie 2. mótið eftir að hann sneri aftur, en það var Dunhill Championship.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024