Hver er kylfingurinn: Ernie Els? (6. grein af 7)
Hér fer næstsíðasta greinin í greinaflokknum: „Hver er kylfingurinn: Ernie Els?:
Önnur verkefni
Eins og svo margir aðrir toppkylfingar hefir Ernie Els gefið sig að golfvallarhönnun. Meðal best hönnuðu golfvalla Ernie Els teljast líklega eftirfarandi golfvellir:
▪ Anahita Golf Course – í Beau Champ, á Mauritius.
▪ Mission Hills Golf klúbburinn (Savannah golfvöllurinn) – Shenzhen, Kína.
▪ Whiskey Creek – Ijamsville, Maryland, Bandaríkin.
▪ Oubaai – Garden Route, Suður-Afríka.
Els iber líka ábyrgð á betrumbótum og endurnýjun á West Course, í Wentworth-Virginia Water, á Englandi, sem fram fór 2006.
Meðal golfvalla sem Els er að vinna í eru:
▪ Hoakalei Country Club í Hoakalei Resort – á Honolulu, á Hawaii.
▪ The Els Club – í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
▪ Gardener Ross Golf and Country Estate – í Gauteng, Suður-Afríku.
▪ Albany – New Providence, á Bahama-eyjum.
▪ Durrat Al Bahrain golfvöllurinn – í Durrat Al Bahrain, Bahrain.
Alþjóðavæðing golfsins
Ólíkt mörgum samtímamönnum sínum er Ernie Els þekktur fyrir hversu mikið að hann tekur þátt í mótum víðsvegar um heim. Hann spilar reglulega á mótum sem evrópska mótaröðin stendur fyrir í samvinnu við mótaraðir í Asíu og Ástralasíu, sem og heima í Suður-Afríku. Hann segir að dagskrá sín sé í samræmi við alþjóðavæðingu golfsins. Þetta hefir valdið nokkurri togstreitu á PGA Tour, en forsvarsmenn mótaraðarinnar vilja gjarnan að Els spili á fleiri mótum í Bandaríkjunum. Seint á árinu 2004 skrifaði framkvæmdastjóri PGA Tour, Tim Finchem bréf til Els og bað hann að gera svo en Els hafnaði vinsamlegum tilmælum. Afstaða PGA Tour varð til þess að móðga ýmsa utan Bandaríkjanna.
Ernie Els stofnunin
The Ernie Els and Fancourt Foundation var stofnuð 1999. Stofnunin hefir að markmiði að hafa upp á ungmennum sem eru hæfileikarík og sýna getu í golfi og koma frá fátækum heimilum. Stofnunin sér þessu ungmennum fyrir aðstoð við nám og auk þess siðferðilegan og fjárhagslegan stuðning til þess að ungmennin nái fullri getu í golfi.
Fyrst var spilað í Friendship Cup 2006 og var leikformið holukeppni í Ryder Cup stíl. Stofnun Els vann stofnun Tiger Woods. Stofnun Els hlaut 12,5 punkta á móti 3,5 punktum stofnunar Tiger Woods.
Ernie Els hefir líka tekið þátt nokkrum sinnum í Gary Player Invitational series, þ.e. góðgerðarmótum til þess að aðstoða Player að safna umtalsverðum upphæðum fyrir fátæk börn um allan heim.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024