Hver er kylfingurinn: Ken Venturi? (2/2) 3. grein af 24 um „The Match“
Hér er seinni grein um kynningu á bandaríska kylfingnum Ken Venturi, sem m.a. kom á árinu fram á Golf Channel í viðtali hjá Feherty. SJÁ HÉR:
Ken Venturi er einn aðalheimildarmaðurinn og einn af 4 aðalsöguhetjum bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Hann var annar af 2 áhugamönnunum (hinn var Harvie Ward) sem kepptu við heimsins bestu atvinnumenn þess tíma (Ben Hogan og Byron Nelson) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.
Eftir að Ken Venturi varð fyrir minniháttar meiðslum í bílslysi árið 1961 byrjaði golfsveifla hans, sem og golferill að dala. Þetta erfiðleikatímabil tók enda 1964, þegar Venturi fór aftur að spila vel, án þess að hann kynni að greina frá ástæðum þess. Eftir að landa nokkrum góðum niðurstöðum í mótum náði Ken Venturi aftur toppnum þegar hann sigraði á US Open 1964 í Congressional Country Club eftir að hafa nánast liðið út af vegna hitans á síðustu 36 holunum. Hann hlaut viðurkenninguna íþróttamaður ársins (ens.: “Sportsman of the Year”) af tímaritinu Sports Illustrated í kjölfarið og var valinn leikmaður PGA-mótaraðarinnar, árið 1964. Ken Venturi var í Ryder Cup liði Bandaríkjamanna árið 1965. Af öðrum viðurkenningum sem hann hlaut mætti nefna að hann fékk Old Tom Morris Award, árið 1998, sem er æðsta viðurkenning sem Samband golfvallarstarfsmanna í Bandaríkjunum GCSAA (Golf Course Superintendents Association of America) veitir.
Eftir frábæran árangur árið 1964 tók enn við einn af lífsins öldudölum fyrir Ken. Hann var greindur með carpal tunnel syndrome í báðum úlnliðum. Eftir fjölmargar skurðaðgerðir var ástand hans lagfært en Ken náði aldrei aftur sama gamla forminu. Hann dró sig algerlega í hlé af PGA-túrnum árið 1967, eftir að hafa sigrað alls 15 sinnum, 14 sinnum á PGA-mótaröðinni, auk 1 sinni á risamóti (US Open 1964). Besti árangur Ken Venturi á öðrum risamótum er eftirfarandi: hann varð tvívegis T-2 (þ.e. jafn öðrum í 2. sæti) á The Masters, árin 1956 og 1960 og eins varð hann T-5 (þ.e. jafn öðrum í 5. sæti) á PGA Championship árin 1959 og 1964.
Næstu 35 ár starfaði Ken Venturi sem golfsjónvarpsfréttamaður fyrir CBS Sports (allt þar til hann fór á eftirlaun árið 2002). Ken Venturi á og rekur fjölda golfskóla í Bandaríkjunum.
Af öðru sem á daga Ken hefir drifið mætti nefna að hann lék sjálfan sig í golfkvikmyndinni Tin Cup frá árinu 1996 (með Kevin Costner í aðalhlutverki). Í myndinni leikur hann golfsjónvarpsfréttamann á US Open, sem fram fer á ímynduðum golfvelli í Norður-Karólínu. Í einu atriði í myndinni er Venturi látinn gefa aðalpersónunni Roy McAvoy (Kevin Costner) ráð, um að hann ætti að leggja upp fremur en að reyna við flöt í 2 höggum á par-5 braut. McAvoy, sem afráðið hefur að reyna við flötina segir: “Þessi er fyrir Venturi í blaðamannastúkunni, sem telur að ég eigi að leggja upp.” Caddý Costners, leikinn af Cheech Marin svarar hæðnislega í myndinni: “Ja, hvað veit hann svo sem? Hann sigraði þetta mót bara, áður en þú fæddist!” (ens.: „Yeah, what does he know? He only won this tournament before you were born.“)
Að lokum mætti nefna að Venturi var fyrirliði sigurliðs Bandaríkjamanna í Presidents Cup árið 2000.
Heimild: Wikipedia (að hluta)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024