Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
Kevin Sangwook Na fæddist 15. september 1983 í Suður-Kóreu og er því 28 ára. Fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna þegar hann var 8 ára og hann gerðist atvinnumaður í golfi þegar hann var 17 ára. Hann fékk síðan bandarískan ríkisborgararétt og býr nú í Las Vegas í Nevada.
Na spilaði á Asíutúrnum (og sigraði þar 2002 í Volvo Masters of Asia), Evróputúrnum og The Nationwide Tour (þar sem hann vann á Mark Christopher Charity Classic) og nú síðast á PGA Tour (þar sem hann sigraði á Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open) í fyrra, 2011.
Á árinu 2009 varð hann 9 sinnum meðal 10 efstu og varð í 19. sæti á peningalistanum og vann sér þar með inn þátttökurétt á The Masters og Opna bandaríska í fyrsta sinn.
Í febrúar 2011 var Na í fyrsta sinn í sigurvænlegri stöðu á Northern Trust Open. Hann var jafn öðrum í 2. sæti, samtals á -9 undir pari, 1 höggi á eftir ástralska kylfingnum Aaron Baddeley. Hann fékk 4 skolla á fyrstu 10 holunum og þar með lauk möguleika Na á sigri. Hann barðist á seinni 9 og fékk m.a. mikilvægan fugl á 17. braut og varð með 3 efstu á eftir Vijay Singh frá Fidji eyjum og sigurvegaranum Aaron Baddeley.
Þann 14. apríl 2011 vakti Na athygli á sér þar sem hann var á versta skori á par-4 braut frá því að farið var að skrá inn skor á PGA Tour árið 1983, þegar hann spilaði 9. holu á Valero Texas Open á 16 höggum. Na þarnaðist aukahögga eftir að hafa slegið boltanum í ósláanlega legu eftir teighögg og fékk síðan þar að auki 2 högga víti eftir að boltinn fór í tré og skaust aftur tilbaka til hans. Na lauk hringnum á +8 yfir pari, 80 höggum, þar sem hann var á -4 undir pari á hinum 17 holunum. Tveir aðrir voru á lakara skori en Na á þessum hræðilega hring fyrir aumingja Na.
Þann 1. október 2011 sló Na högg sem dómarar dæmdu að hefði ekki verið teighögg á par-4 15. brautinni á 3. hring Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open á TPC Summerlin í Las Vegas. Höggið var hátt og fyrir utan boltann (líkt og æfingahögg). Sjá má höggið HÉR: Dómarar voru sammála um að Na hefði ekki ætlað sér að slá boltann og því taldist sveiflan ekki högg og Na lauk hringnum á -5 undir pari, 66 höggum og var T-1 eftir 3. dag. Næsta dag sigraði Na síðan á mótinu og landaði þar með fyrsta PGA Tour titli sínum í 211. tilraun sinni, eftir að hafa verið á túrnum í 8 ár. Á lokahringnum var hann á 65 höggum og fékk fugla á 15, 16 og 17. braut. Hann vann með 2 högga mun á Nick Watney og hlaut í verðlaun $792,000 (u.þ.b. 100 milljónir íslenskra króna). Na setti líka met var á -23 undir pari en fyrra met var -21 undir pari. Með þessum sigri hlaut Na einnig 2 ára þátttökurétt á PGA Tour (þ.e. keppnistímabilin 2012 og 2013.).
Kevin Na fer skelfilega í taugarnar á mörgum; jafnt kylfingum PGA Tour sem áhorfendum, þar sem hann ætlar aldrei að koma sér að þvi að slá boltann. Það er vegna þess m.a. að hann er að kljást við sjúkdóm sem upp á ensku nefnist Obsessive-Compulsive Disorder eða stutt OCD. Hann þjáist af þráhyggju og kvíðaröskun, sem hefir þær hræðilegu afleiðingar m.a. að hann verður að gera allt í tvenndum. Þannig að áhorfandi sem öskrar á Na að drulla sér að slá boltann ætti að hugsa sig um tvisvar! Hann verður að sjá fyrir sér teighöggin og tekur eins og æfingastroku að boltanum en slær ekki heldur fer til baka og endurtekur ósköpin í tvenndum, ef ekki tvisvar, þá fjórum sinnum eða sex sinnum. Sjá má myndskeið af því HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024