
Hver er kylfingurinn: Robert Streb?
Robert Streb vann í gær, 26. október 2014, fyrsta sigur sinn á PGA Tour, McGladrey Classic.
Hér má t.a.m. sjá fallegt teighögg Streb frá lokahringnum, þar sem hann fór næstum holu í höggi SMELLIÐ HÉR:
En hver er kylfingurinn – Robert Streb?
Robert Streb fæddist í Chickasha, Oklahoma, 7. apríl 1987 og er því 27 ára.
Hann spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Kansas State University. Streb útskrifaðist árið 2009 með gráðu í markaðsfræðum og gerðist atvinnumaður í golfi það ár.
Fyrstu sigrar hans sem atvinnumaður voru í Oklahoma Open árin 2009 og 2011.
Fyrstu árin (2010 og 2011) eftir að Streb gerðist atvinnumaður spilaði hann á NGA Pro Golf Tour.
Árið 2012 spilaði Streb síðan á Web.com Tour og sígraði í fyrsta mótinu 2. september það ár, 2012 þ.e. Mylan Classic mótinu
Sem atvinnumaður hefir Streb sem sagt sigrað á 4 mótum: þ.e. ofangreindu Mylan Classic 2012, tvívegis í Oklahoma Open 2009 og 2011 og síðan vann Streb í fyrsta sinn í gær á McGladrey Classic, 26. nóvember 2014.
Fyrir sigurinn í gær sagð Streb að stærsta upplifun sín í golfinu hefði verið að sigra í fyrsta móti sínu, Oklahoma Open, sem atvinnumaður þ.e. 2009. Spurning hvort það hafi breyst með fyrsta sigrinum á PGA Tour?
Uppáhaldsgolfvöllur hans er The Olympic Club og Strep myndi gjarnan vilja spila á Cypress Point og Pine Valley.
Meðal hjátrúar Streb er að hann spilar alltaf með bolta sem er með sama númeri og hringurinn, sem verið er að spila í móti.
Nestið í poka Streb eru hnetusmjörsbrauðsneiðar með sultu.
Streb ferðast aldrei án ferðatölvunnar sinnar og uppáhaldstækið hans er iPod-inn.
Uppáhaldsvefsíða Streb er kstatesports.com
Uppáhaldslið Streb eru Kansas State Wildcats, Pittsburgh Steelers, Pittsburgh Penguins og Oklahoma City Thunder
Uppáhaldssjónvarpsþættir Streb eru „Hawaii Five-O“ og „Modern Family.“ Uppáhaldskvikmyndi Streb: „Happy Gilmore“ og „Wedding Crashers.“
Jason Aldean ogthe Zac Brown Band eru uppáhaldshljómsveitir hans.
The Mentor er uppáhaldsbókin.
Streb líkar við ítalskan mat og steik.
Streb líkar að fylgjast með Kevin Durant and Ben Roethlisberger
Uppáhaldsborgir Streg eru Manhattan, Kan., og Rochester, N.Y.
Uppáhaldsfrístaður Streb er Key West í Flórída.
Í draumaholli Streb myndu vera hann sjálfur og…. pabbi hans, bróðir og Arnold Palmer.
Það sem ekki margir vita um Streb er að hann spilaði hokkí með fyrirliða (quarterback) St. Louis Rams, Sam Bradford.
Meðal þess sem Streb á eftir að gera og langar til er að fara á Texas-Oklahoma leik í ruðningsbolta og spila á Augusta National GC.
Uppáhaldsöpp Streb eru Doodle Jump, Twitter and Tiger Woods 12.
Twitter reikningur Streb er @therealstrebber.
Fræðast má nánar um Robert Streb á vefsíðu hans með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024