Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2014 | 16:15

Kylfur Ben Hogan frá 1953 verða seldar á uppboði

Búist er við að kylfur Ben Hogan frá árinu 1953 verði seldar fyrir meira en $50,000 (u.þ.b. 6.000.000 íslenskar krónur) á uppboði.

Ben Hogan

Settið af MacGregor kylfum, sem Hogan lék með áður en hann stofnaði sitt eigið kylfuframleiðslufyrirtæki voru þær hinar sömu sem hjálpuðu Hogan að sigra á  Opna breska, The Masters og Opna bandaríska árið 1953 og þær verða seldar á tímabilinu 26. mars – 12. apríl n.k.

Það er PGA Tour leikmaðurinn Jimmy Powell sem á kylfurnar en Hogan sjálfur gaf honum þær fyrir  40 árum.

Green Jacket Auctions mun sjá um uppboðið og þar sem kylfurnar eru einstakar er erfitt að spá fyrir um endanlegt verð en talið er að þær fari ekki undir 6.000.000 íslenskra króna.

Það er í raun ekki vitað í hvaða risamótum nákvæmlega allar kylfurnar voru notaðar, en bandaríska golfsambandið (USGA) er viss um að þær voru notaðar þegar hann sigraði Opna bandaríska 1953.

„Meðan að það er mikið af minjagripum frá Bobby Jones og Walter Hagan á markaðnum, þá eru golfminjagripir frá Ben Hongan verulega sjaldgæfir,“ sagði Ryan Carey, einn af stofnendum  Green Jacket Auctions.

„Mikið af þessum munum hafa verið í fataskápum, bílskúrum eða kjöllurum í langan tíma, en við verðum varir við meiri áhuga nú á sögulegum golfminjagripum nú en nokkru sinni  áður,“ sagði Carey. „Þeir (golfminjagripirnir) eru að koma inn í vitund almennings og nú getur ný kynslóð kylfinga notið munanna.“

Eitt er a.m.k. algerlega öruggt, þessi járn líta ekkert út eins og járnin sem notuð eru á túrnum í dag. Kylfurnar eru vægast sagt ekki mjög fyrirgefandi…. sem sýnir bara hversu gífurlegur golfsnillingur golfgoðsögnin Ben Hogan hefir verið!