Kylfusveini Steele vísað úr landi
Brendan Steele neyðist til að skipta um kylfusvein með stuttum fyrirvara fyrir Humana Challenge mótið á PGA Tour eftir að kylfusveini hans var meinað um landvist í Bandaríkjunum vegna vandræða með vegabréfsáritun.
Komið var að sögn fram við kylfusvein Steele, Sam Pinfold, eins og glæpamann af útlendingaeftirliti Bandaríkjanna og honum var neitað um landvist þegar hann kom úr flugi frá heimalandi sínu Nýja-Sjálandi til Kaliforníu.
Pinfold var sendur aftur heim, en Steele er vongóður um að leysist úr hans málum von bráðar, sbr.:
„Sam kom aftur á sunnudaginn og lenti á LAX (Los Angeles International airport) en komst ekki í gegnum tollinn.“
„Þeir komu fram við hann eins og glæpamann sneru hann í hringi og tveir verðir fylgdu honum aftur út í vél til Nýja-Sjálands, og við verðum að hjálpa honum til þess að hann verði á pokanum aftur hjá mér sem fyrst.“
„Skv. vegabréfsárituninn sem hann hefir má hann ekki vinna fyrir Bandaríkjamann, en það vissum við ekki um. Hann má vinna fyrir útlending í Bandaríkjunum bara ekki Bandaríkjamann.“
„Það eru nokkrir vinir mínir sem hjálpa mér á Vesturströndinni, þar til hann kemur aftur. Vonandi verður það sem fyrst.“
Steele ætti ekki að vera hræddur um að komast í kast við lögin því varakylfusveinn hans er 1,95 m lögreglumaður.
„Á pokanum hjá mér verður Will Farish, sem er vinur minn úr háskóla og vinnur nú fyrir LAPD (Los Angeles Police Department).“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024