Kylie Walker
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2014 | 22:00

LET: Kylie Walker leiðir eftir 1. dag Deloitte Ladies Open

Í dag hófst á the International, Amsterdam í Hollandi, Deloitte Ladies Open.

Það er skoski kylfingurinn Kylie Walker, sem leiðir eftir 1. dag á 4 undir pari, 69 höggum.

Á hringnum fékk Walker 6 fugla og 2 skolla.

Hópur 9 kylfinga er deilir síðan 2. sæti á 2 undir pari, þ.á.m. Maha Haddoui frá Marokkó, en þetta er það hæsta sem hún hefir komist á móti á Evrópumótaröð kvenna til þessa!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Deloitte Ladies Open SMELLIÐ HÉR: