Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2014 | 10:00

LPGA: Laura Diaz efst e. 2. dag Marathon Classic

Marathon Classic mótið fer fram í Highland Meadows golfklúbbnum í  Sylvania, Ohio.

Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og stendur dagana 17.-19. júlí m.ö.o. lokahringurinn verður spilaður í kvöld.

Fyrir lokahringinn er það hin 39 ára, fyrrum varafyrirliði liðs Bandaríkjanna í síðasta Solheim Cup, Laura Diaz, sem leiðir.

Diaz er búin að spila á samtals 11 undir pari, 131 höggi (62 69). Glæsilegt skor það!!!

Díaz var næstum búin að taka þá ákvörðun að hætta í golfi til þess að geta verið meira heima með fjölskyldu sinni – en nú hefir hún ákveðið að reyna að gera hvorutveggja … vera í keppnisgolfi og góð mamma hinnar 4 ára Lily og 8 ára sonar síns Robert.

„Ég elska að vera mamma, það er það besta í öllum heiminum,“ sagði hún eftir að hafa fylgt glæsilegur 9 undir pari, 62 högga skori eftir með 69 höggum til þess að halda 3 högga forystu sinni á Lydiu Ko og Lee-Anne Pace.

„Það var erfitt fyrir mig þegar ég þarf að velja á milli.  Þannig að ég gerði lista. Fjölskyldan er í 1. sæti, golfið í 2. sæti og síðan reynum við að leysa allt annað þar á milli.“

Diaz mun reyna að krækja sér í fyrsta sigur sinn á LPGA í kvöld frá árinu 2002 og hún er bara ánægð að leikur hennar sé nógu góður  til þess að vera keppnisfær við þær bestu í heiminum, þrátt fyrir 12 ára fjarveru.

„Þetta var krefjandi vegna þess að ég hef ekki verið í þesari stöðu í mjög langan tíma,“ sagði Diaz. „Auðvitað hef ég ekki verið með upptökuvélar alveg upp í andlitinu á mér í langan tíma heldur.“

„Allt í einu voru tökuvélarnar á mér og ég vissi í raun ekkert hvað ég ætti að segja,“ sagði Diaz. „Ég sagði bara: Hæ krakkar, ég elska ykkur!“

Sjá má stöðuna á Marathon Classic með því að SMELLA HÉR: