Moe Norman – Einn besti kylfingur heims í nákvæmum höggum – (7/8)
Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma í að slá bein högg, Vegna þess hversu bein högg Moe voru var hann uppnefndur „Pipeline Moe.” Moe gerðist atvinnumaður í golfi 1957 og sigraði m.a. í 55 mótum um ævina, átti 3 hringi upp á 59 högg og nokkra upp á 60, hann á m.a. 34 vallarmet sem mörg hver eru enn í gildi og fór 17 sinnum holu í höggi.
Þegar Mo var 5 ára lenti hann í slysi og var talið að hann hefði hlotið heilaskaða. A.m.k. varð Moe aldrei eins og fólk er flest, var einfari, sérvitur, þótti skrítinn og svolítið montinn og hafði skoðanir á öllu sem við kom golfi. Oft reyndist lífið Moe erfitt, en hann var góður karl inn við beinið.
Moe fékk inngöngu í kanadísku frægðarhöll kylfinga 1995 og í frægðarhöll kanadískra íþróttamanna 2006.
Moe fæddist 10. júní 1929 í Kitchener, Ontaríó í Kanada og dó í sama bæ 4. september 2004, þá 75 ára. Fimm dögum fyrir andlát Moe tók Golf Digest langt viðtal við Moe. Viðtalið birtist hér á Golf 1 í íslenskri þýðingu og var vegna lengdar sinnar skipt niður í 8 greinar. Hér birtist 7. greinin:
Gefum Moe orðið:
„Í Kanada er fólki haldið niðri. Það er satt. Þeim líkar ekki að sjá einhvern sem gengur vel, sérstaklega ef viðkomandi gengur betur en þeim. Það étur þá að innan, það gleypir þá og það er meira en þeir þola. Kanadamenn ganga af vitinu af öfund og gera allt sem þeir geta til þess að draga þig niður.
Hugur þinn er rafall, líkaminn er mótor. Kylfan er gikkurinn, boltinn skotið. Takið ykkur stöðu og skjótið!
Með títaníum drævernum mínum slæ ég lengra núna (75 ára) en þegar ég var 35 og það er satt. Það veitir mér enga ánægju, það fer í taugarnar á mé´r. Vil ég hitta boltann lengra þegar ég er 100 ára en núna? Nei, það væri ekki rétt. Allt sem sérhver ætti að hafa áhyggjur af er að hitta boltann af nákvæmni; það er meira gefandi en að slá langt. Ekki gleyma því, nokkurn tímann.
Ég er búinn að fá nóg af keppnum og mér finnst leiðinlegt að ferðast. En golfleikur minn er góður. Vitið þið að það er þáttur á The Golf Channel sem heitir „The Big Break”? Ég myndi sigra þar auðveldlega.
Hér má sjá myndskeið SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024