Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2013 | 12:00

Moe Norman – Hverjir voru uppáhaldskylfingar besta kylfings heims í að slá bein högg þ.e. „Pipeline Moe – (6/8)

Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma í að slá bein högg, Vegna þess hversu bein högg Moe voru var hann uppnefndur „Pipeline Moe.” Moe gerðist atvinnumaður í golfi 1957 og sigraði m.a.  í 55 mótum um ævina, átti 3 hringu upp á 59 högg og nokkra upp á 60, hann á m.a. 34 vallarmet sem mörg hver eru enn í gildi og fór 17 sinnum holu í höggi.

Þegar Mo var 5 ára lenti hann í slysi og var talið að hann hefði hlotið heilaskaða. A.m.k. varð Moe aldrei eins og fólk er flest, var einfari, sérvitur, þótti skrítinn og svolítið montinn og hafði skoðanir á öllu sem við kom golfi. Oft reyndist lífið Moe erfitt, en hann var góður karl inn við beinið.

Moe fékk inngöngu í kanadísku frægðarhöll kylfinga 1995 og í frægðarhöll kanadískra íþróttamanna 2006.

Moe fæddist 10. júní 1929 í Kitchener, Ontaríó í Kanada og dó í sama bæ           4. september 2004, þá 75 ára.  Fimm dögum fyrir andlát Moe tók Golf Digest langt viðtal við Moe. Viðtalið birtist hér á Golf 1 í íslenskri þýðingu og var vegna lengdar sinnar skipt niður í 8 greinar. Hér birtist 6. greinin: 

Gefum Moe orðið:

„Þær eru frábærar þessar peningafjárhæðir sem strákarnir fá fyrir að spila á PGA Tour. Þær eru góðar fyrir þá en slæmar fyrir áhangendurna, vegna þess að kylfingarnir þurfa þá ekki að spila mjög oft. Þeir eiga mikið og þeir vita að mest allt fer til ríkisins hvort sem er, þannig að til hvers (að spila meira)?

Myndi ég gera allt eins og ég hef gert (fengi ég tækifæri til að breyta einhverju)? Nei. Ég myndi reyna að komast betur að því um hvað (golf)leikurinn snýst. Af hverju skoppar boltinn öðruvísi eftir að lenda á blautu grasi en þurru? Af hverju flýgur boltinn ekki eins langt ef slegið er í niðurímóti halla en þegar hann liggur á jafnsléttu?

Til þess að hjálpa mér að slappa af í bílnum hlusta ég á geisladiska Tony Robbins. Ég elska sjálfshjálpar dótið hans. Jiiii, þvílíkt höfuð sem Tony Robbins hefir á öxlunum. Hann er mikill aðdáandi Natural Golf aðferðafræði minnar. Kannski að leyfi mér að koma á eitt af námskeiðum sínum.

Af öllum kylfingum í dag líkar mér best við Vijay Singh. Ég horfði á hann og sá hversu sáttur hann er við sig. Hann er ekki hræddur að segja það sem hann trúir á.  Af konunum er Annika best og af sömu ástæðu: Hún er afslöppuð gagnvart sjálfri sér. Horfið á hana þegar hún fær skolla. Hún gleymir honum og fer að næstu holu. Hún veit að hún er fær að fá fugl á næstu holu.

Haldið á kylfunni í lófanum ekki í fingrunum. Hvernig halda tennisspilarar á tennisspaða? Í lófanum. Hvernig myndir þú halda á hafnarboltakylfu? Í lófanum. Hversdagslegir hlutir – exi, hamar – maður heldur á þeim í lófanum. Þeir eru næmasti partur líkamans. Af hverju myndir þú vilja halda á golfkylfu í fingrunum? Hún (Kylfan) færist bara út um allt. 

Á LaBatt Open árið 1955, náði ég 2. besta árangri áhugamanns. Ég reyndi alltaf að setja upp smá sýningu fyrir fólk, tíaði boltann minn á Coca-Cola flösku o.þ.h.  Þegar mótið var búið kom Conn Smythe, hinn frægi eigandi Toronto Maple Leafs til mín og sagði: „Hvað ætlarðu að gera í vetur?” „Fara aftur (í keiluhöllina) að raða upp keilum.” svaraði ég. „Mér líka svona litríkir náungar,” sagði Hr. Smythe. „Þú ert allt of góður til að vera að raða upp keilum. Hr. Smythe gaf með $ 5.000,- og sendi mig til Flórída. Ég mátti búa í húsinu hans í „The Breaker.”

Á Masters mótinu 1956 var ég á æfingasvæðinu þegar Sam Snead kom yfir til mín. Hann gaf mér 40 mínútna kennslustund, sagði mér að slá með járnunum eins og brautartrjánum, en meinti að maður ætti að sópa í staðinn fyrir að slá niður á hana. Ég var hissa og eins og hálfviti hélt áfram að slá 800 bolta. Hægri þumallinn á mér bólgnaði svo að ég gat ekki hitt bolta án hræðileg verkjar. Ég spilaði 9 holur og hættu. Þetta var síðasta kennslustund sem ég var í, það get ég sagt ykkur.

Ég var að undirbúa mig fyrir að vera fulltrúi Kanada á Americas Cup í Mexíkó árið 1956. Ég var búinn að fá liðsjakkann minn, bólusetningar og var með farmiðana mína. Ég var spenntur. Ég var kanadískur meistari áhugamanna tvö ár í röð og ég hafði spilað við bandaríska meistara áhugamanna Harvie Ward í tvö ár. Fjórum dögum áður en ég á að fara er haldinn sérstakur fundur hjá the Royal Canadian Golf Association (þ.e. konunglega kanadíska golfsambandinu. Eftir fundinn fékk ég bréf þar sem mér var sagt að ég væri ekki í raun áhugamaður og ég ætti að skila jakkanum og farmiðanum. Ég skilaði þeim. Ég var ekki áhugamaður skv. skilgreiningu þeirra en ég var svo sannarlega ekki atvinnumaður. Hvar gat ég spilað golf?