Moe Norman – Kylfingurinn með beinu höggin (1/8)
Golf 1 hefir nú að undarförnu hafið kynningar á nokkrum af 2000 golfvöllum í Kanada, í tilefni þess að Icealandair hafa bætt við tveimur áfangastöðum til Kanada og íslenskum kylfingum veitist því einstakt tækifæri að spila hina fjölmörgu frábæru golfvelli í kringum Edmonton og Vancouver.
Hér verða rifjaðar upp greinar Golf 1 (sem áður hafa birtst 2011) um einn frægasta son Kanada, golflega séð:
Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma í að slá bein högg, en hann var líka vanmetinn og illa liðinn af sumum vegna sjálfumgleði og sérviskulegrar framkomu sinnar. Vegna þess hversu bein högg Moe voru var hann uppnefndur „pipeline Moe.” Moe gerðist atvinnumaður í golfi 1957 og sigraði í 55 mótum um ævina.
Moe fæddist 10. júní 1929 í Kitchener, Ontaríó í Kanada og dó í sama bæ 4. september 2004, þá 75 ára. Fimm dögum fyrir andlát Moe tók Golf Digest langt viðtal við Moe, sem hér birtist í nokkrum hlutum á næstu dögum.
Moe fékk inngöngu í kanadísku frægðarhöll kylfinga 1995 og í frægðarhöll kanadískra íþróttamanna 2006.
Gefum Moe orðið:
„Ég á gott með að muna tölur. Fjöldi golfvalla sem ég hef spilað á er 434. Fjöldi golfvalla þar sem ég man eftir nákvæmri lengd allra brauta 375. Aldur minn þegar ég fór fyrst til læknis var 68. Fjöldi 2 högga víta á 11 ára tímabili – aðeins 1 – ég sló teighögg mitt u.þ.b. 1 meter utan brautar. Flestir golfboltar sem ég hef slegið á 1 degi 2207. Fjöldi bolta sem ég hef slegið um ævina: U.þ.b. 5 milljónir, þá eru ekki talin með chip og pútt.
Ég fer ekki í kirkju, en ég biðst mikið fyrir. Hef alltaf gert það. Ein systra minna var nunna og þegar ég var ungur drógu foreldrar mínir mig á hárinu í kirkju. Guð er til – Hann hlýtur að vera það, vegna þess að enginn gæti þróað með sér jafnmikla hæfileika og ég hef upp á eigin spýtur. Ég er bestur í heimi í að slá golfbolta og kennari vegna þess að það var Hans vilji. Af hverju valdi hann mig ekki sem besta kylfing sem lifað hefir? Ég hef bara ekki minnstu hugmynd. Það er þess vegna sem það er líf eftir þetta – þannig að ég geti komist að þessu dag einn. (Moe hefir líklega komist að þessu 5 dögum síðar)
Dag einn hitti ég Dave Pelz, kennarann í stutta spilinu. Við vorum að rökræða og ég sagði honum að ég gæti drævað bolta beinna en hann gæti púttað. Hann horfði á mig skrítinn á svip en ég sagði honum að mér væri alvara. „Setjum upp staur á brautina 250 yarda (228,6 metra) í burtu. Þú velur holu til þess að pútta í af 80 feta (24,4 metra) færi. Við gerum til skiptis og ég veðja að ég slæ í staurinn áður en þú setur púttið í holuna. Dave afþakkaði veðmálið. Dave hefir sagt þessa sögu margoft, þannig að nú vitið þið að hún er sönn.
Ég hataði pútt og George Knudson, annar góður högg-meistari á túrnum líka. Við spiluðum saman mörgum sinnum í veðmálum, þar sem við töldum púttin ekki með. Ef þú hittir ekki braut skuldaðir þú hinum $20. Ef þú hittir ekki flöt skuldaðir þú hinum $20. Ef þú hittir pinnann vannstu $100. Þegar við komum á flötina tókum við bara boltana upp og fórum á næsta teig. George var mjög góður, en ég var betri. Á besta degi mínum hitti ég pinnan 6 sinnum.
Dag einn var ég í forystu á Saskatchewan Open á 3 höggum. Ég var að pútta fyrir fugli á síðustu holunni, en bara til þesss að sjá hvort ég stæðist pressuna setti ég boltann minn viljandi í sandglompu. Ég horfði til hliðar við flötina og sá tvo menn og það draup blóð frá andliti þeirra. Ég fékk skolla og vann með 2 höggum, en eftir á gekk ég yfir til þeirra og spurði þá hvað hefði gerst. „Við veðjuðum um að þú ynnir (með 3 höggum)”, sagði einn þeirra. „Afsakið,” sagði ég „Ég þarfnaðist bara tilbreytingarinnar.”
Að vinna í sveiflunni er eitt það skemmtilegasta í golfi. Tiger Woods hlýtur að hafa það yndislegt að leita að þessu eina litla, sem hann er að gera rangt. Ég velti því fyrir mér hvenær hann tekur eftir því – það er hægri hæll hans sem lyftist strax af jörðinni í stað þess að koma upp og til vinstri. Þyngdartilflutningur hans er hræðilegur núna, það er allt of sumt. Ekki segja honum frá því. Það myndi eyðileggja skemmtunina fyrir honum.
Ég er 75 ára og hef aldrei átt síma. Þarfnaðist hans aldrei. Þú náðir í mig (sagt við þann sem tók viðtalið) og hér ertu, ekki satt?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024