Moe Norman – kylfingurinn með beinu höggin, sem á 34 vallarmet (4/8)
Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma í að slá bein högg. Vegna þess hversu bein högg Moe voru var hann uppnefndur „Pipeline Moe.” Hann lenti í slysi þegar hann var 5 ára og var talið að hann hefði hlotið heilaskaða. A.m.k. varð hann aldrei eins og fólk er flest. Hann var einfari, sérvitur og mörgum fannst hann skrítinn. Hann var með ákveðnar skoðanir á golfinu. Moe átti oft erfitt í lífinu, en hann var góður karl inn við beinið. Moe gerðist atvinnumaður í golfi 1957 og sigraði í 55 mótum um ævina; átti m.a. nokkra hringi upp á 60 og 3 upp á 59 högg. Hann á enn um 34 vallarmet. Geri aðrir betur!
Moe fæddist 10. júní 1929 í Kitchener, Ontaríó í Kanada og dó í sama bæ 4. september 2004, þá 75 ára. Fimm dögum fyrir andlát Moe tók Golf Digest langt viðtal við Moe. Hér birtist 4. hlutinn af 8.
Gefur Moe orðið:
„Að fá bakspuna á bolta á flöt lítur kannski flott út en það er ekki rétta leiðin að spila golf vegna þess að þú getur ekki stjórnað honum. Hvert högg sem slegið er ætti að lenda þannig að boltinn skoppi fram á við eftir að hann lendir. Ef pinninn er rétt hjá sandglompu gæti maður komist nær með að slá boltann hærra en ekki með að fá bakspuna. Með þessum 60° wedge-um, er auðvelt að slá háa bolta.
Ég skil ekki af hverju nokkur myndi vilja fara í líkamsrækt til þess að komast í form til að spila golf. Ef þú slærð 600 bolta á dag, gengur mikið og passar upp á mataræðið, kemstu í form. Ég held ekki að Sam Snead hafi nokkru sinni farið í líkamsrækt og enginn var í betra formi en hann. Að slá bolta er besta líkamsrækt sem hægt er að fara í.
Ég trúi ekki mikið á að slá þannig að það myndist kylfuför, sérstaklega með lengri járnunum. Maður vill slá þannig að maður varla strjúki grasið við höggið; það ætti að vera eins og maður sé að slá af höfði einhvers sem er burstaklipptur. Það er eina leiðin að hitta boltann að slá frá 2. gróp og upp á kylfuandlitinu. Það er þar sem þú vilt ná kontaktinum – á 2. gróp.
Ég fór aldrei til læknis fyrr en ég varð 68 ára. Það er vegna þess að ég var aldrei veikur. Ég fékk aldrei höfuðverk, eyrnarverk eða tannverk og var aldrei með kvef. Svo einn dag fékk ég hjartaslag. Nú fer ég til læknis á hverjum degi. Allt sem hann hefir gert er að segja mér að hætta að borða mat sem mér finnst góður, eins og lifur með lauk, hamborgara, pylsur, súkkulaði og barbecue kartöfluflögur og allt þetta. Hann fékk mig til þess að breyta úr venjulega sykraðri kók – ég drakk 15 dósir á dag að meðaltali – í kaffeinlaust diet Coke. Ég hef lagt af um 20 kíló og mittið hefir minkað úr 107 cm í 94 cm. En ég sakna matarins.
Ég var í klúbbhúsinu á Rockway golfvellinum þegar ég heyrði krakka segja við annan krakka að hann hefði gleymt wedge-inum sínum á öðrum golfvelli og að enginn hefði skilað honum í afgreiðsluna. Ég fór yfir að bílnum mínum og gaf honum einn wedge-inn minn og hann flaðraði upp um mig. Ég geri þetta oft, sérstaklega með börn, þegar ég sé að þau eru fátæk og fá ekki þennan útbúnað frá foreldrum sínum. Mjög oft fara þau að gráta því þau eru svo ánægð.
Að krjúpa niður til þess að lesa púttlínuna er tímaeyðsla. Það sama gildir um að grunnsakka. Maður getur séð allt með því að standa fyrir aftan golfboltann og fundið hallann í fótunum þegar maður stendur yfir boltanum.
Þegar slegið er í boltann, finnst mér hægri hönd mín vera kló. Ég bretti ekki upp á úlnliðinn. Ég bara fæ boltann upp. Það er ekki um að ræða að vera með lófann upp (ens. supination) eða niður (ens. pronation) (Moe virðist vera gera grín að fræðiheitum innan golfsins). Þegar ég slæ í gegn tek ég í höndina á pinnanum.”
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024