Moe Norman – kylfingurinn með beinu höggin, sem fór 17 sinnum holu í höggi – (5/8)
Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma í að slá bein högg. Vegna þess hversu bein högg Moe voru var hann uppnefndur „Pipeline Moe.” Hann lenti í slysi þegar hann var 5 ára og var talið að hann hefði hlotið heilaskaða. A.m.k. varð hann aldrei eins og fólk er flest. Hann var einfari, sérvitur og mörgum fannst hann skrítinn. Hann var með ákveðnar skoðanir á golfinu. Moe átti oft erfitt í lífinu, en hann var góður karl inn við beinið. Moe gerðist atvinnumaður í golfi 1957 og sigraði í 55 mótum um ævina; átti m.a. nokkra hringi upp á 60 og 3 upp á 59 högg. Hann á enn um 34 vallarmet og hann fór 17 sinnum holu í höggi. Geri aðrir betur!
Moe fæddist 10. júní 1929 í Kitchener, Ontaríó í Kanada og dó í sama bæ 4. september 2004, þá 75 ára. Fimm dögum fyrir andlát Moe tók Golf Digest langt viðtal við Moe. Hér birtist 5. hlutinn af 8.
Gefur Moe orðið:
„Ekki halda of laust um kylfuna. Það eru mistök því álagið verður of mikið á úlnliðinn. Haldið fast um kylfuna. Maður hittir boltan ekki eins langt, en maður slær beinna, sem þetta snýst allt um.
Ef ég væri með hóp af krökkum myndi ég kenna þeim að spila frá flöt og afturábak. Fyrst stutta spilið, með áherslu á að slá boltann. Ég myndi láta þau snerta flötina og ganga síðan með þau tilbaka að teig og útskýra hvers vegna holur eru hannaðar eins og þær eru. Síðan myndi ég kenna þeim hvernig allt virkar – hvers vegna pútterar eru með svona lítið loft, hvers vegna sandwedgar eru með þykkri botn en pitching wedgar og hvers vegna tré eru stærri en járn. Þetta skiptir máli. Ég myndi hvísla þegar þau hitta bolta sólíd „Fannstu þetta? Þetta er eins og það á að vera.” Eftir smá tíma – það er enginn flýtir – myndi ég hjálpa þeim að læra að spila golf. Þetta er tæknilega hliðin. Hún kemur að síðustu.
Ég sló svo marga bolta að ég eyddi 3 járnasettum. Ég eyddi grópunum þannig að þær urðu að engu og síðan hélt ég áfram þannig að það var innfallinn staður á stærð við krónu á sweet spot-inu. Að lokum flaug boltinn skringilega og kylfurnar voru ekki lengur löglegar vegna þess að kylfuandlitið var ekki lengur flatt.
George Knudson elskaði að sjá skorið 2 á skorkortinu sínu vegna þess að það var svo fljótlegt að leggja saman þá. Það var ekki óvenjulegt fyrir George að skora u.þ.b. 8 sinnum 2 í móti. Það var ekki slæmt plan. Hann var góður með brautartrén þannig að hann náði mörgum fuglum á par-5 um og það með árangri hans á par-3 holum gerði hann að mikilli samkeppni.
Þvi þyngri sem kylfan er því betra. Sveifluvign allra kylfa minna er E-4 og dræverinn minn vegur 16 únsur (u.þ.b. 450 grömm). Til þess að fá þessa þyngd, festi ég blýtape undir gripið og á kylfuhöfuðið. Mér líkar ekki við léttar kylfur. Þeir eru eins og eldspýtur og eru út um allt þegar maður sveiflar þeim. Hraðinn er mikilvægur, en það er þyngdin líka.
Reyndu að spila af skynsemi ekki erfiða (ens.: Try smarter, not harder!)
Ekki breyta leik þínum fyrir 1 golfvöll. Ef þú heimsækir golfvöll með mikið af upphækkuðum flötum og þér er tamt að slá lága bolta ekki gera róttækar breytingar til að reyna að slá hærri bolta. Það mun eyðileggja leik þinn í eina viku a.m.k. Spilaðu eins og þér er tamt, taktu skorinu og haltu áfram. Það eru margir vellir og sá sem er með of margar upphækkaðar flatir er ekki góður. Ekki freistast til að breyta til hjá þér (þetta eina skipti).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024