Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2014 | 09:30

Nadia Forde: „Segið Rory að ég sé í frumskóginum“

Írska toppmódelið Nadia Forde sagði fréttamönnum að hún hefði enga hugmynd um hvað Rory fyndist um að hún tæki þátt í áströlsku sjónvarpsþáttunum  „I’m A Celebrity“ —  vegna þess að hún hafi aldrei sagt honum frá því. 

Forde sem er frá Dublin,  var meðal 10 þekktra aðila sem fram kom í sjónvarpsþættinum s.l. sunnudag og hún sagði þá að hún hefði aldrei rætt áform sín við Rory.

„Þið verðið að spyrja hann vegna þess að ég veit ekki (hvort hann veit að ég er í frumskóginum,“  sagði Forde. 

„Við erum vinir en þið verðið bara að hringja í hann og komast að þessu.  Ef satt skal segja sagði ég ekki mörgum frá að ég tæki þátt í þessu vegna þess að það er í samningnum. Getið þið gert mér greiða og hringt í hann?

Nadia Forde

Nadia Forde

Bikini

Í viðtalinu við Forde kom fram að uppáhaldslíkamshluti hennar væri afturendinn — sem hún ætlar að taki sig vel út í öllum þeim bikiníum sem hún hefir pakkað niður.

 „Hvað mér líkar vel við líkama minn? Ég er með línur,“ sagði Forde.

„Ég er ansi stolt af mjöðmum mínum og afturenda. Ég er svo sannarlega ekki sérstaklega mjó og er stolt af því. Ég er stolt af afturenda mínum.“   

Nadia vonar að hún valdi Áströlum ekki vonbrigðum en hún telur sig hafa valið flott bikíni. „Ég vona að ég valdi ekki vonbrigðum með vali mínu á bikiníum, það var svo erfitt að velja bara 2, þannig að ég vona að þau verði fín,“ sagði hún

Hún sagðist líka hafa átt í erfiðleikum með að velja einn lúxushlut sem hún mætti hafa með sér í frumskóginn.

„Ég er að reyna að velja,“ sagði Forde.  „Einverjir voru búnir að velja púða og kodda. Ég spurði hvort ég mætti taka með moskítóvörn.“  

„Þeir sögðu að ég mætti það ekki þannig að ég er að fara í gegnum listann af þeim hlutm sem ég má taka með.  Ég ætlaði að taka með myndavél en þeir eru enn að hugsa sig um hvort það má.“

Nadia Forde

Nadia Forde

Tarzan

Nadia viðurkenndi að hún hefði ekkert á móti því að hitta vel vaxinn Tarzan í frumskóginum – sem gæti verndað hana frá öllum hræðilegu skriðdýrunum!

„Ég ætla svo sannarlega að biðja samþátttakendur mína að hjálpa mér að komast yfir hræðsluna við þau,“ sagði Forde.

„Ég kem til með að fela mig bakvið fólk. Þannig að Tarzan myndi vera yndislegur.“  

Nadia Forde sagðist líka vera svolítil kjaftamaskína og yrði líklega sú sem myndi tala mest af frumskógar þátttakendunum..

„Ég get ekki beðið eftir að tala við hina þátttakenduna um hvað þeir hafi gengið í gegnum í lífi sínu.“ sagði Forde.  „Ég ímynda mér að ég verði kjaftamaskínan í frumskóginum.“

Kannski við eigum eftir að sjá Rory birtast sem „Tarzan“ Nadiu Forde í frumskóginum í þessum „I´m a celebrity“ raunveruleikaþætti í Ástralíu, svona til að slappa af frá málaferlunum á Írlandi berjandi í skriðdýrin ógnvænlegu með kylfu?