Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 08:00

Nicki Stricker aftur á pokanum hjá eiginmanni sínum Steve – í ár á Cadillac Championship

Eiginkona Steve Stricker, Nicki, var á pokanum hjá honum þegar hann komst fyrst á PGA Tour fyrir næstum 20 árum og jafnvel þó sumir leikmenn sögðu við hann að hann ætti að hugsa um að ráða atvinnukylfusvein, virti hann það lengi vel að vettugi.  Hann sigraði m.a. tvívegis með Nicki á pokanum árið 1996 og allir urðu að viðurkenna að hún væri frambærilegur kylfuberi, a.m.k. einn sá besti fyrir Steve.

Nicki ásamt Steve Stricker eiginmanni sínum á Ryder Cup Gala.

Nicki ásamt Steve Stricker eiginmanni sínum í Ryder Cup veislu.

Í dag er Nicki Stricker heima við og sér um uppeldið á tveimur dætrum þeirra Steve í Wisconsin, en fyrir nokkrum árum fóru þau hjónakorn að taka upp á því að velja eitt mót af dagskrá PGA Tour þar sem hún gæti verið kylfuberi hans.  Steve Stricker minnkaði s.s. kunnugt er við sig, þ.e. spilar í færri mótum nú en áður, en eftir sem áður er Nicki, eiginkona hans kylfuberi á 1 móta hans og mótið sem þau völdu í ár er mót vikunnar á PGA Tour, WGC-Cadillac Championship.

Steve Stricker ásamt Nicki eiginkonu sinni og dætrum eftir sigur á Hyundai Tournament of Champions 9. janúar í fyrra, 2012

Steve Stricker ásamt Nicki eiginkonu sinni og dætrum eftir sigur á Hyundai Tournament of Champions 9. janúar 2012

„Okkur líkar að hafa þennan háttinn á einu sinni á ári,“ sagði Steve Stricker. „Hún var síðast kylfuberi minn á The Greenbrier.“

Nicki Stricker var spurð að því hvort hún væri góður kylfuberi og hún leit á eiginmann sinn, en sagði svo „Hvað segja þeir að prýði góða kylfubera? Að halda sér við efnið, að halda sér á staðnum og halda kjafti (ens.: keep up, show up and shut up) Þannig að já, ég er góður kylfuberi!“