Nýju stúlkurnar á LET 2012 (8. grein af 34): Dawn M. Shockley
Dawn Shockley er ein 3 stúlkna sem deildu 26. sæti í Q-school LET og hafa því spilað á Evrópumótaröð kvenna keppnistímabilið 2012.
Dawn fæddist í Estes Park, í Colorado, 4. september 1986 og er því 25 ára. Hún gerðist atvinnumaður 1. júní 2009. Hún spilaði fyrst á Futures Tour (sem nú heitir Symetra Tour) og er besti árangur hennar þar 2. sætið á the Santorini Riviera Nayarit Classic mótinu.
Meðal áhugamála hennar eru hjólreiðar, fjallahjól, snjóbretti, tjaldferðir, að elda, líkamsrækt, vín og klifur.
Dawn byrjaði að spila golf 4 ára. Hún segir að móðir hennar og bróðir, D. Horter og M. Miller seú þeir aðilar sem hafi haft mest áhrif á feril hennar.
Shockley var í háskólanum í Denver, Texas þar sem hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með Denver-liðinu öll 4 árin. Þar varð hún 11 sinnum meðal 10 efstu og vann tvívegis í einstaklingskeppni. Hún er tvöfaldur NCAA Academic All-American selection (2005, 2006); þrefaldur Sun Belt All-Conference Team selection (2006, 2008, 2009). Hún er medalíuhafi í NCAA East Regional Championship, 2009 og NGCA All-American Honorable Mention selection, sama ár.
Dawn Shockley útskrifaðist með gráðu í landafræði, frá háskólanum í Denver 2009 og gerðist strax að útskrift lokinni atvinnumaður í golfi s.s. áður segir.
Fylgjast má með Shockley á twitter: @dawniedshock
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024