Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2013 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Elina Nummenpaa – (24. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.  Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Fimm stúlkur deildu með sér 20. sætinu, þær: Elina NummenpaaLaura CabanillasMaha HaddiouiVirginia Espejo og Sarah King og hafa allar nema Elina verið kynntar.  Hér á eftir verður hin finnska Elina Nummenpaa kynnt lítillega.

Fullt nafn: Elina Nummenpaa.

Ríkisfang: finnsk.

Fæðingardagur: 7.9.1983

Fæðingarstaður: Turku, Finnlandi.

Gerðist atvinnumaðurl:2011.

Hæð: 162 cm.

Hárlitur: ljóshærð.

Augnlitur: blár.

Byrjaði í golfi: 1996.

Áhugamál: Íþróttir.

Býr sem stendur í: Tampere, Finnlandi.

Hápunktar á áhugamannsferli: að verða finnskur meistari í golfi 2009.

Hápunktar ferilsins: að verða finnskur meistari 2009, Lalla Aicha Tour School, þ.e. að fá kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna 2013.

Staðan í Lalla Aicha Tour School 2013: T-20.