Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2013 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Maria Salinas – (33. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Auk þess hafa allar stúlkur verið kynntar, sem höfnuðu í sætum 15-30 í Lalla Aicha Tour School 2013. Hér verða nú kynntar 6 stúlkur sem deildu 9. sætinu í Lalla Aicha Q-school 2013, en það voru: Charlotte Ellis, Kate Burnett, Maria Salinas, Julia Davidsson, Alexandra Vilatte og Bonita Bredenhann. Nú þegar hafa Bonita Bredenhann, Alexandra Vilatte og Jula Davidsson verið kynntar og í kvöld er það Maria Salinas.  Þess mætti geta að Maria Salinas er fyrsti kylfingurinn frá Perú til þess að keppa á LET.

Áður en kynning hefst er rétt að benda á skemmtilegt viðtal LET við Mariu Salinas, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Fullt nafn: Maria Salinas

Ríkisfang: Perú

Fæðingardagur: 29. október 1989

Hæð: 1.61 m.

Háralitur: Brúnn.

Augnlitur: Brúnn.

Byrjaði í golfi: 10. febrúar 1996.

Mesti áhrifavaldurinn í golfinu: Bróðir minn byrjaði að spila golf með mér.

Áhugamál: Er mikill aðdáandi Real Madrid. Hef sjálf spilað golf.

Áhugamannsferill: Er perúanskur meistari 2010 og 2011; varð í 2. sæti 2009 og 2012. Varð í 3. sæti á South America Amateur 2012 og í 2. sæti í sama móti 2011.

Menntun: Útskrifaðist frá Florida State University í Tallahassee, Florida með gráðu í alþjóðafræðum (ens.: International Affairs).

Áhugamannsferill: deildi 1. sætinu á NCAA div 1 central regional árið 2012, Var í 1. sæti í einstaklingskeppni Lady Gator tournament 2012, varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni á ACC tournament; varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni á Lady Puerto Rico Open, árið 2011.

Hápunktar ferilisins: Var í All American selection 2012. Var í 2011, 2012 All ACC selection. Var SoCon nýliði ársins 2009. Var íall SoCon team selection 2009. Var í  All ACC academic team selection, 2011 og 2012.

Staðan í Lalla Aicha Tour School 2013: T-9.