Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 17:15

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Rebecca Sörensen (5. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.

Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET, þeirra á meðal eru Cheyenne Woods, frænka Tiger, hin þýska Ann-Kathrin Lindner og enski unglingurinn Charley Hull, sem þegar hafa verið kynntar.  Eins þurfti einn kylfingurinn ekki í gegnum Q-school, frægðarhallarkylfingurinn kanadíski Lorie Kane, sem segja má að sé sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða kortið sitt á LET, en hún hefir einnig verið kynnt.

Hér í kvöld verður enn ein af þeim 7, sem varð í 36. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LET kynnt:

Rebecca SörensenRíkisfang: sænsk.

Fæðingardagur: 6. maí 1986.

Fæðingarstaður: Grabo, Svíþjóð.

Háralitur: Ljóshærð.

Augnlitur: Blár.

Gerðist atvinnumaður: 2010, en 2012 var fyrsta keppnistímabilið sem atvinnumaður

Byrjaði í golfi: 7 ára.

Áhugamál: Þykir gaman að öllum íþróttum. Spilaði boltaleiki í mörg ár en reyndi líka fyrir sér í borðtennis, frjálsum, twirling og fótbolta. Starfar sem golfleiðbeinandi. Er Öijared golfklúbbnum. Styrktaraðilar eru m.a. Derma AB og Aludden Providore.

Menntun: Sálfræðingur, frá University of Central Arkansas (UCA).

Áhugamannsferill: Vann 2 mót í háskóla og varð 16 sinnum meðal efstu 10. Varð Southland Conference kylfingur ársins, íþróttamaður nema (ens.: Student-Athlete) árið 2010, og vann á sama tíma medalist honors, sú eina í sögu Southland að hafa gert svo.

Helstu afrek á ferlinum: Spilaði á 3 mótum á  Nordea Tour og 3 mótum á LETAS árið 2012.

Sæti í Lalla Aicha Tour School árið 2013: T-36.