Nýju stúlkurnar á LET 2013: Sharmila Nicolette – (26. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.
Þrjár stúlkur deildu með sér 17. sætinu Whitney Hillier, indverska fegurðardísin Sharmila Nicolette og Daníela Holmqvist frá Svíþjóð, sem þegar hefir komist í fréttirnar á nýliðaári sínu, þar sem hún þótt sýna hugarstyrk þegar hún var bitin af svörtu ekkjunni, köngulónni þegar hún var við keppni í Ástralíu, nú fyrr á árinu, en þar dró hún upp tí og risti á bitið þannig að eitrið (tær vökvi að því er hún sagði) gæti runnið út.
Í gær var byrjað á að kynna ástralska nýliðann á LET, Whitney Hillier og í nú er það Sharmila Nicolette, sem reyndar er ekki „ný á LET“ þar sem nýliðaár hennar var í fyrra, en henni tókst ekki að halda korti sínu og varð því að snúa aftur í Q-school.
Hún rétt marði Q-school 2012 var í hópi 6 stúlkna sem lentu í bráðabana um tvö laus sæti með fullan keppnisrétt á LET og var Sharmila önnur stúlknanna sem hafði betur. Í ár í Lalla Aicha Tour School 2013 gekk henni betur varð T-17 og náði þannig að tryggja kortið sitt örugglega.
Golf 1 hefir áður kynnt Sharmilu, reyndar fylgst með henni allt frá árinu 2010, þegar höfundur þessarar greinar skrifaði um hana á iGolf. Sú kynning á Sharmilu var notuð þegar hún komst í gegnum Q-school í La Manga og ávann sér keppnisréttindin sín í fyrsta sinn á LET, og má sjá með því að SMELLA HÉR:
En…. þar sem það er alltaf gaman að skrifa um Sharmilu fer hér ný kynningargrein um hana:
Sharmila Nicollet fæddist í Bangalore, 12. mars 1991 og átti því 22 ára afmæli í gær. Pabbi hennar er Frakkinn Marc Nicollet og er tölvufræðingur og mamma hennar Surekha er indversk og rekur sína eigin ilmvatnsverslun í Bangalore, Padmini Aroma Ltd .
Sharmila hlaut menntun sína í Bishop Cotton Girls’ School og í Bangalore International school, en kláraði 10. og 12. bekk utan skóla. Hún les einnig utan skóla í háskóla nú.
Sharmila byrjaði í golfi 2002, þá 11 ára. Hún vann fyrsta mótið sitt 15 ára. Sem krakki vann hún 72 gull og silfur medalíur í sundi á Indlandi.
Sharmila Nicollet er 2. indverski kylfingurinn til þess að öðlast kortið sitt á LET, en sá yngsti.
Hún keppti m.a. fyrir Indlands hönd í Asian Games í Doha 2006, í Asia Pacific Junior Golf Tournament, hún spilaði í Callaway World Junior Championship í San Diego, Kaliforníu, Queen Sirkit Cup í Japan, Malaysian Open og öðrum alþjóðlegum mótum.
Sharmila var yngsti kvenkylfingurinn til þess að sigra á All-India Ladies Amateur Championship 2007-2008 ásamt 7 öðrum áhugamannstitlum. Á Hún tók þátt í Women´s Indian Open 2011 og varð T-22.
Nicollet spilaði með Lauru Davies aðeins 16 ára í Emaar-MGF Challenge Match, holukeppnismóti sem haldið var fyrir LET mót sem fram fór á Indlandi 2007. Eftir sigur þeirra tveggja sagði Davies m.a. „…. á grundvelli reynslu minnar tel ég að Sharmila hafi hæfileika til þess að verða góður leikmaður.“
Núverandi þjálfari Sharmilu er Tarun Sardesai og fyrrverandi þjálfari hennar er Gaurav Diwan. Báðir telja að Sharmila sé náttúrutalent.
Sharmila gerðist atvinnumaður 2009 þegar hún var 18 ára. Hún var efst á stigalistanum á Indlandi 2009-2011. Hún varð einnig efsti indverski kylfingurinn á Hero Women´s Indian Open, með árangur upp á T-23. Hún vann m.a. Hero-KGA mótið í fyrra, 2012.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024