Nýju stúlkurnar á LET 2014: Victoria Lovelady (3/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).
Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.
Það voru 5 stúlkur sem deildu 27. sætinu (voru jafnar í 27.-31. sætinu) og rétt sluppu inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 yfir pari, 362 högg: Bonita Bredenhann, Lucy Williams, Victoria Lovelady , Laura Janson og Charlotte Thompson.
Búið er að kynna Charlotte Thompson og Lauru Jansone og í dag verður sú stúlka kynnt sem varð í 29. sætinu: Victoria Alimonda Lovelady, frá Brasilíu Hún lék á 71 77 69 71 74 á lokaúrtökumótinu.
Victoria Lovelady fæddist 29. nóvember 1986 í Kólombíu og er því 27 ára. Hún byrjaði að spila golf 12 ára. Victoría lék í bandaríska háskólagolfinu í 4 ár með liði University of Southern California. Meðal hápunkta á golfferli hennar til þessa (fyrir utan að komast á Evrópumótaröðina) er eftirfarandi:
Hún varð í 2. sæti árið 2007 í Los Angeles Open.
Hún var hluti árið 2008 af NCAA Women’s Golf Championship liðinu meðan hún var enn í University of Southern California.
Hún á í beltinu 1 sigur í einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu.
Hún sigraði 1 sinni á Golden State Tour, árið 2010.
Victoria gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift frá South Cal 2009. Frá árinu 2010 hefir hún spilað á SYMETRA TOUR þ.e. 2. deild kvennagolfsins í Bandaríkjunum á eftir LPGA.
Meðal áhugamála Victoríu er að spila á gítar, semja lög og vera á seglbretti. Aðspurð í viðtali um að nefna hluti sem fæstir vissu um hana svaraði hún svo að hún ætti 4 systur og hefði lært þýsku í 7 ár.
Sjá má ítarlegt viðtal sem fréttafulltrúi SYMETRA TOUR átti við Lovelady í fyrra þ.e. árið 2012 SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024