Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2015 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Rebecca Lee-Bentham (15/45)

Það voru 6 stúlkur sem deildu 28.-33. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Ein þessara 6 var kanadíska stúlkan Rebecca Lee-Bentham .

Rebecca Lee-Bentham fæddist í 20. mars 1992, í Scarborough, Ontario, í Kanada og er því 22 ára. Hún á m.a. sama afmælisdag og indverski kylfingurinn Arjun Atwal og enska unglingastirnið Charley Hull, sem reyndar hlaut líka takmarkaðan spilarétt á LPGA eins og Lee-Bentham í þetta sinn.

Rebecca byrjaði að spila golf 12 ára.

Hún segir pabba sinn hafa verið þann aðila, sem hafi haft mest áhrif á feril sinn.  Rebecca á tvö systkini, Söruh og Paul.

Meðal áhugamála utan golfsins eru að vera á skíðum, að sigla, elda og baka.

Ef hún ætti einn dag þar sem hún gæti gert hvað sem hún vildi myndi það vera að fæða fólk í hungrandi heimi.

Rebecca var í háskólagolfinu í University of Texas í Austin.

Rebecca komst á LPGA í fyrstu tilraun árið 2012. Síðan þá hefir ekki gengið sérlega vel og því hefir hún þurft að fara aftur í Q-school.

Rebecca er í 278. sætinu á Rolex-heimslista kvenna.