Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Julie Yang (39/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 38 stúlkur verðir kynntar þar af 1 af þeim 3, sem deildu 10. sætinu: Nontaya Srisawang frá Thaílandi, en eftir er að kynna Gaby Lopez frá Mexíkó og Julie Yang frá Suður-Kóreu.

Í dag verður Julie Yang kynnt.

Julie Yang

Julie Yang

Julie Yang (sem á suður-kóreönsku heitir Cha Ryung Yang) fæddist 8. júlí 1995 í Seúl, Suður-Kóreu og er því nýorðin 21 árs.

Hún byrjaði í golfi þegar hún var aðeins 6 ára og bjó þá um tíma í Thaílandi en Julie talar reiprennandi tælensku.

Hún vann fyrsta alþjóðlega titil sinn á he UBC Junior World Golf Tour, in December árið 2002 þá aðeins 7 ára.

Áður en hún varð 9 ára hafði hún unnið sér inn 20 slíka titla, en Julie þykir undrabarn í golfi.

Hún var einu sinni áður búin að reyna fyrir sér í Q-school LPGA en það var árið 2014, en þá varð hún T-18 og tapaði í bráðabana um fast sæti á LPGA en fékk aðeins tímabundinn status.

Það er breytt nú er Julie er nú komin með kortið sitt á LPGA.