Peter Aliss segir kvennréttindi hafa skemmt golfleikinn
Golffréttaskýrandinn Peter Alliss sagði nú nýlega í viðtali við Radio Times, orðrétt á ensku að baráttan fyrir auknum kvenréttindum hafi: “buggered up the game for a lot of people” [Lausleg þýðing: hafi skemmt (bein þýðing: horað) leikinn fyrir fullt af fólki].
Golfklúbbar sem einungis leyfa karlmönnum að gerast félagar hafa sætt gagnrýni, sem leitt hefir til þess að mótsstaðir Opna breska s.s. St. Andrews og Royal St George´s hafa leyft konum að gerast klúbbfélagar í fyrsta sinn í sögunni.
Síðustu vígi karlanna í golfinu eru Royal Troon og Muirfield, sem eru einu mótsstaðir elsta risamótsins, sem synja konum um klúbbaðild. Ótrúlega forneskulegt!
En nú hefir fyrrum fréttaskýrandi BBC (Aliss), 84 ára, haldið því fram að margar konur, oft eiginkonur félaganna, séu gegn því að breyta stefnunni um klúbba þar sem einungis körlum er heimiluð inngangi, því þær geti ekki lengur spilað í klúbbunum frítt eða gegn vægu gjaldi.
„Það hafa verið heilmikil læti vegna þess að 4 golfvellir sem halda Opna breska hafa ekki kvenklúbbmeðlimi,“ sagði Aliss á Radio Time.
„Mér er sagt að kvengolfsambandið hafi misst 150.000 kvenkylfinga úr sambandinu frá því að kvenréttindin komu á dagskrá. Hundruðir kvenna hafa farið úr golfklúbbunum vegna þess að þær verða nú að borga fullt í staðinn fyrir hálft gjald. Það hefir valdið kaos.“
„Allar eiginkonur klúbbmeðlimana gætu hafa notað allt fyrir frítt. Þegar ég var í Muirfield fyrir nokkrum árum að tala við nokkra kvenmeðlimina sagði ég: „Hvað með þetta jafnrétti? Þið hljótið að vera ánægðar með það? „Guð nei,“ sögðu þær. „Við getum komið hingað og gert það sem við viljum, við getum spilað golf og þurfum ekki að borga neitt.“
Aliss bætti við: „Þetta jafnrétti er stór hluti golfsins. Jafnrétti fyrir konur: nokkrar börðust til þess að fá það; fnegu það og þau hafa skemmt (bein þýðing horað upp) (golf) leikinn fyrir fullt af fólki.“
Á næsta ári, 2016 mun Sky Sport vera með útsendingarréttinn frá Opna breska í fyrsta sinn, en Alliss segir að ólíklegt sé að hann skipti um pláss.
„Ég var BBC maður í gegn og þeir borguðu mér nógu mikið,“ sagði hann. „Mér finnst Sky frábært og ef ykkur líkar við golf er það magnað, en þeir gera þetta öðruvísi. Fréttamennirnir líta öðruvísi út. Ef ég færi yfir á Sky þá væri það besta sem ég gæti gert að sitja í stúdíóinu eða vera með spjall fyrir mótið um leikmennina.“
Golf1: Hey, af hverju ættu konur líka að fá að spila frítt? Bara af því að þær eru eiginkonur karlanna sinna? Hvað þá með einstæðar konur/karla? Einstæðar konur hefðu að öllu óbreyttu ekki fengið að spila neitt og einhleypir karlar hefðu fengið minna út úr félagsgjöldum sínum, þar sem þeir eiga ekki neinar konur sem gætu fengið að spila frítt! Giftu karlarnir ættu að taka gleði sína – a.m.k. þeir sem eru kvæntir konum sem eru félagar í golfklúbbi: fá þeir þá ekki bara að spila frítt og græða á öllu saman eftir allt?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024