Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2014 | 15:00

Poulter og Elkington rífast á Twitter

Ian Poulter og Steve Elkington eru þekktir í Twitter heimum fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum.

Elkington skaut sig í fótinn með því að vera með kynþáttaníð og síðan með brandara um þyrluslysið í Skotlandi nú fyrr í haust.  Ian Poulter er meinilla við Elkington og lá ekki á skoðunum sínum í bæði skipti á heimsku og hugsunarleysi Elkington.

Steven Elkington

Stephen Elkington

Og nú gat fólk fylgst með annarri Twitter rimmu  milli þeirra.  Áður en sagt verður frá henni er vert að geta þess að Ian Poulter er nr. 12 á heimslistanum en Steve Elkington nr. 1507.

Þetta byrjaði allt saman sárasakleysislega á því að vinur Elkington, Paul Regali (sem er með Twitter nafnið @ghostofhogan tvítaði:

@ghostofhogan  Hvar er Poulter? Er hann að slá í móti sigurvegaranna (Tournament of Champions)?

Elkington svaraði:

@elkpga ég held bara ekki foringi … hann er eflaust að bóna Bentley-inn!

Ian Poulter var bent á þetta og hann tvítaði (haft á ensku – í raun ekki hægt að þýða þetta svo sæmandi sé):

„It´s OK. He (Elkington) knows he´s a total tool. He´s with all his mates.“

Elkington svaraði:

„Af hverju er Poulter að leggja mig og @ghostofhogan í einelti. Hann blokkar okkur. Hann hlýtur að vera að leita að sveifluráðum. Ég skal veita þér lexíu.“

Ian Poulter skrifaði þá:

„Í rauninni @elkpga hef ég ekkert blokkað þig. Ég followa bara ekki „tools.“ Þú getur gefið mér sveifluráð í Skotlandi, ef þú hefir áhuga. Ég kem með aðdáendurna.“

Elkington spurði þá:

„Ef þú ert ekki að followa okkur @ghostofhogan af hverju ertu þá að tala við okkur? Ætti okkur ekki að vera leyft að tvíta í friði?

Ian Poulter:

Ég tala um þig og bæti við twitter nafninu þínu @elkpga. Í staðinn fyrir að tala um fólk á bakvið það.

Elkington svaraði ekki. Báðir voru á þessu stigi farnir að gera ótrúlegar stafsetningarvillur í tvítum sínum, e.t.v. báðir orðnir þreyttir.

Ian Poulter átti þó síðasta tvítið:

„Afsakið vinir fyrir að láta Elkington spilla fyrir ykkur. En ég líð ekki fólk sem baktalar annað. Það er aumingjalegt!“

Það mætti ætla að það væru strákar í sandkassaleik að tvíta en ekki rígfullorðnir menn á 40. (Poulter fæddur ´76) og 60. aldri (Elkington fæddur ´62) ! Þessu var þó fólk að skemmta sér yfir nú um helgina (á PGA Tour sem annars staðar)  en tvítin gengu milli Poulter og Elkington s.l. laugardag 3. janúar 2014.