Rory McIlroy og Caroline Wozniacki í Kína, 1. nóvember 2011.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2014 | 01:30

Rory: Fyrsti sigurinn 2014 – hún sagði JÁ

Eiginlega var ætlunin að vera í fríi fyrsta dag ársins 2014.

En þegar kemur að því að vera fyrst með fréttina um fyrsta sigur ársins 2014 hjá Rory McIlroy, þá verður ekki komist hjá að gera undantekningu.

Rory og Caroline voru að tilkynna um trúlofun sína, en þau hafa verið saman frá árinu 2011.  Rory er 24 ára; Caroline 23 ára.

Rory tvítaði:

„ Happy New Year everyone! I have a feeling it’s going to be a great year!! My first victory of 2014 #shesaidyes!!“

Lausleg þýðing: Gleðilegt nýtt ár öll! Hef á tilfinningunni að þetta eigi eftir að verða frábært ár! Fysti sigur minn 2014: HÚN SAGÐI JÁ!!“

1-rory-woz