Smriti Mehra leiðir á Ladies Indonesian Open
Neha Tripathi (75) er T-26, Vani Kapoor (76) er í 35. sæti og Saaniya Sharma (78) var T-49 í Palm Hill Golf Club á 9. móti þessa árs á Ladies Asian Golf Tour (LAGT). Allt eru þær indverskir kylfingar.
Þátttakendur í The Ladies Indonesia Open eru 84 . Mótið er 54 hola og enginn niðurskurður. Þetta er það mót þar sem verðlaunafé er hvað hæst í Suðaustur-Asíu en vinningshafinn hlýtur verðlaunatékka upp á $ 30.000 (u.þ.b. 3.6 milljónir íslenskra króna).
Thidapa Suwannapura og Patcharachuta Kongkapan frá Thaílandi, áhugamaðurinn Kelly Tan frá Malasíu, Walailak Satarak frá Bandaríkjunum og Hsieh Yu-ling frá Tapei komu allar inn á 71 höggi og eru í 2. sæti eftir 1. dag
Hin 40 ára Mehra fékk 3 fugla í röð frá 2. holu og tók því snemma forystu. Annar fugl á 11. braut og hún var komin 4 undir par áður en hún fékk eina skolla sinn þann daginn á næstu holu.
„Ég sló boltann eins á bæði á fyrri og seinni 9 en púttin virtust aðeins detta á fyrri 9. Ég hélt þessu bara stöðugu og hægu og kom þessu í verk,“ sagði Mehra.
Þessi indverska sleggja hefir varið mestallan feril sinn á LPGA í Bandaríkjunum og hefir líka sigrað tvívegis á Futures Tour (nú Symetra Tour).
„Ég hef verið nokkrum sinnum í Indónesíu og ég elska landið. Ég elska að spila í Suðaustur-Asíu. Ég hef alltaf stutt golf í Asíu. Ég spilaði á LPGA í um 12 ár en spila nú á Evrópumótaröð kvenna og kem alltaf aftur til þess að spila í Asíu,“ sagði Mehra.
Hún sigraði á the Women’s Malaysian Open árið 2002 og eftir góða byrjun í þessu móti er hún í góðri stöðu að tryggja sér annan titil á þessu svæði.
Mehra var í fyrsta holli dagsins og spilaði með hinni 13 ára ungu Juliu Alhemoud frá Kuwait, sem var á 94 höggum.
„Ég er viss um að hún skemmti sér en hún var óánægð með hvernig hún spilaði. Hún gekk af velli segjandi að þetta hefði verið versti hringur hennar en ég sagði að það skipti ekki máli því hún væri 13 ára og ég 40 og hún hefði 27 ár að ná mér,“ sagði Mehra.
Aðspurð að því af hverju kvennagolfið á Indlandi hefði ekki þróast eins hratt og hjá körlunum þá sagði Mehra: „Við byrjuðum að reka áróður í samtökum sem vilja framgang kvennagolfs á Indlandi 2005 og þá var ég eini kvenatvinnumaðurinn í golfi. Í dag eigum við 20 kvenatvinnukylfinga, sem er ekki slæmt. Við vorum aðeins með 8 kvenáhugakylfinga þá en þeir eru 500 í dag.“
Staða efstu kylfinga eftir 1. dag Ladies Indonesian Open er eftirfarandi:
69: Smriti Mehra (Ind)
71: Kongkrapan Patcharachuta (Tha); Kelly Tan -Am- (Mas) 71: Satarak Wailalak (USA); Hsieh Yu Ling (Tpe); Thidapa Suwannapura (Tha)
72: Jaruporn Palakawong (Tha); Dottie Ardina (Phi); Tseng Hsiu-Feng (Tpe)
73: Sirisampant Wannasiri (Tha); Aretha Pan (Mas); Jang Kurika (Tha); Hassan Sahra (GBR); Cyna Rodriguez -Am- (Phi); Russamee Gulyanamitta (Tha); Thang Thi Nhung; Samantha Richdale (Can); Meechai Kusuma (Tha)
74: Yoshida Yoshie (Jpn); Connie Chen (SA); Chu Yu An (Tpe); Lim In-hong (Kor); Chuenarrom Orthana (Tha); Titiya Plucksataporn (Tha); Nuna Gulyanamitta (Tha)
Heimild: The Times of India
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024