Tár trúðsins – Christina Kim þunglynd (4. grein af 8)
Hér verður haldið áfram með lauslega þýðingu á ágætis grein Stinu Sternberg hjá Golf Digest Women, en þar er til umfjöllunar þunglyndi meðal toppklassa kylfinga og viðtal við Christinu Kim, sem nýlega greindist með þunglyndi. Það kemur eflaust mörgum á óvart að hin hressa Christina Kim, sem alltaf geislar af, skuli vera þunglynd. Það sýnir einfaldlega að allir geta orðið þunglyndir. Hér fer 4. hluti greinarinnar:
„Á síðasta vori, talaði LPGA leikmaðurinn Lindsey Wright frá Ástralíu opinberlega um 4 ára baráttu sína við þunglyndi. Wright líkt og Daly telur sjálfa sig heilbrigðari nú en nokkru sinni, þökk sé meðferðinni sem hún hlaut hjá geðlækni. „Geðveiki er ekki eitthvað sem unnið er bug á stax,“ sagði hún. „Það er nokkuð sem verður að takast á við. Það tók mig 2 ár að taka ákvörðun um að fara á lyf. Ég var svo á móti því. Ég vildi ekki að þau (lyfin) breyttu persónuleika mínum eða hefðu áhrif á golfið mitt. En í lokin var það persónuleikinn minn sem varð fyrir barðinu á þunglyndinu. Innan þriggja daga eftir að ég fór á lyf, fór ég að sjá árangur. Mér varð ljóst að ég var með ójafnvægi á efnaskiptum.
Lardon (geðlæknir í San Diego) vonar að íþróttamenn fari að hugsa um þunglyndi eins og beinbrot, meiðsli sem þurfi að fá lækningu við. „Ef þú fótbrotnar og fótalæknirinn segir þér að taka þér frí og fá lækningu þá er enginn sem dregur það í vafa að frísins sé þörf. Þegar um andleg vanheilindi er að ræða, en andinn er það sem leyfir okkur að upplifa okkur sjálf – hugsun okkar – í raun veikur. Sá síðasti skilur hvað um er að vera er sá sem verður fyrir barðinu á slíkri veiki. Það er þess vegna sem upplýsing og fræðsla er svo mikilvæg. Við vitum hvaða svæði í heilanum veikjast og við vitum hvernig á að lækna þau.“
Lardon segir að þunglyndi sé afleiðing gena og þátta í umhverfinu. „Við vitum að stress hefir slæm áhrif á fólk,“ segir hann. „Þegar maður er krónískt stressaður þ.e. stöðugt – kannski leikmaður á Opna bandaríska – þá vitum við að cortisol stig líkamans er hátt og það er erfitt að sofa. Fólk sem er krónískt stressað mun reyna að halda niðri og stjórna sumum aðal taugaboðefnum heilans.“ Aðeins einfaldað segir Lardon að við séum með tvö taugaboðefni: serotonin og dópamín. „Þegar serótóníð er lágt þýðir það viðkomandi er með kvíða samhliða þunglyndinu. Ef dópamínið er lágt er viðkomandi með það sem við köllum anergic depression; þ.e.a.s. orkustigið er lágt og allt gerist hægt. Sumt fólk er með einskonar blending af báðu.“ Það er af þeirri ástæðu sem þunglyndislyf er langt frá því þau sömu. Að skrifa lyfseðla á réttu lyfin er list,“ segir Lardon. „Góð meðferð er sú að viðkomandi gerir sér varla grein fyrir að hann sé að taka lyf en búið er að greina tilvikið og fundnar af verið leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum þess.“
Þunglyndislyf eru ekki eina lækningin. „Viðtalsmeðferðir hafa líka áhrif á efnaskiptin í heilanum,“ segir Lardon. Þetta svið nefnist Cognitive Behavioral Therapy á ensku og rannsóknir sýna að ef við hugsum jákvætt, búum við til taugakerfi sem breytir efnaskiptum okkar. En lang virkasta meðferðin er sambland af hvorutveggja lyfjum og viðtalsmeðferð.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024