Tár trúðsins: Christina Kim þunglynd (5. grein af 8)
Hér verður fram haldið með 5. hluta af góðri grein Stinu Sternberg hjá Golf Digest Women um þunglyndi af því tilefni að LPGA kylfingurinn Christina Kim, greindist nú nýlega með þunglyndi. Í grein hennar gefa tvöfaldi risamótsmeistarinn John Daly, sem manna fyrstur viðurkenndi fyrir heiminum að hann hefði þurft að berjast við þunglyndi og LPGA kylfingurinn ástralski, Lindsey Wright, góð ráð, en þau telja sig hafa náð nokkrum bata eftir langa baráttu við þunglyndi. Hér kemur 5. hluti greinarinnar:
Það er rökrænt að álykta að ef 6,7% af bandarísku þjóðinni þjáist af skapgerðarbrestum, þá sé þetta nokkuð sem hái 1 af hverjum 15 kylfingum á stóru mótaröðunum. Lardon (geðlæknir golfstjarnanna í San Diego) telur að fjöldinn sé jafnvel hærri. „Íþróttamenn eru í meiri áhættu að þjást af andlegum vanheilindum vegna fjölda atriða,“segir hann. „Eitt er það að þeir eru undir meira álagi en flest fólk. Í golfi, ferðast íþróttamenn eins síns liðs og keppa gegn félögum sínum og jafnvel þó þeir hittaist alla vikuna, þá er þetta yfirborðslegur kunningsskapur vegna þess að um helgar er þeir að reyna að sigra hvorn annan. Íþróttamenn eru alltaf á ferð og flugi og þeir eru ekki heima hjá fjölskyldu sinni. Það veldur miklu stressi.“ Leikmenn sem ná toppnum eru líka undir allskyns tilfinningalegu álagi, sem er fylgifiskur frægðar. „Venjulegt fólk heldur: Ó, hann er frægur, hann hlýtur að eiga milljón vina, en það er í raun ekkert fjær lagi. Það er erfitt fyrir leikmenn að vita hverjir eru vinir hans og hverjir ekki. Allir eru á launaskrá hjá þeim.“
Daly segir að það að hann hafi tekið sér tíma fyrir sig sjálfan hafi hjálpað við lækningu hans. „Stærstu vandkvæði mín þegar mér gekk vel voru að ég vildi gera öllum til hæfis,“ sagði hann. „Það kom niður á ferli mínum. Ég er að tala um svokallaða vini sem maður hélt að væru að hjálpa manni þegar allt sem þeir gerðu var að notfæra sér mann.“ Þessa dagana setur Daly velíðun sína í fyrsta sæti. „Ég reyni að gera eitthvað gott fyrir sjálfan mig á hverjum degi,“ segir hann. „Það hjálpar að komast í burtu frá því sem ég verð reiður yfir.“
Líf í jafnvægi er lykillinn að þerapíu ástralska kylfingsins Lindsey Wright. „Erfiðast við að vera á Túrnum er jafnvel að án þess að maður sé þunglyndur þá verður að finna jafnvægið milli golfs og þess að lifa lífinu,“ segir hún. „Golf er mikilvægt vegna þess að það er ferill manns, en það getur orðið að fíkn og maður missir sjónar á því sem er mikilvægt: að vera með fjölskyldu sinni og gera hluti sem maður hefir gaman af. Ég verð að að aðskilja það og setja persónuna Lindsey í fyrsta sæti og taka hana fram fyrir kylfinginn Lindsey.“
LPGA Tour lítur á sig sem samheldna fjölskyldu og starfsmenn mótaraðarinnar grípa inn í þegar leikmaður er að fást við andlega vanheilsu. „Þegar við verðum þess meðvituð að leikmaður er í baráttu þá reynum við að fylgjast með,“ segir Heather Daly-Donofrio, varaforseti mótaraðarinnar. „Við höldum sambandi og ef þeir þurfa að komast í samband við sérfræðinga, eða hvað sem er þá sjáum við þeim fyrir því.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024