The Masters 2014: 10 kylfingar sem er vert að fylgjast með á 1. degi
Nr. 8 á heimslistanum, Justin Rose segir í grein sem birtist í gær á Golf 1 að sér þyki 15 kylfingar sigurstranglegastir á The Masters 2014 þó alltaf geti einhver óvæntur sigrað á risamótum. Þá skipti kunnáttan á Augusta National mestu og því þyki sér reynsluboltarnir sigurstranglegastir, hvað sem líður allri velgengni þeirra sem hátt eru skrifaðir.
Sagt hefir verið að ekki sé hægt að sigra á risamóti á 1. degi – hins vegar sé hægt að tapa risamóti þegar á 1. degi og því eru skor eftir 1. dag risamóts sem The Masters alltaf athygliverð.
Hér verður gefinn upp listi 10 kylfinga, sem hátt eru skrifaðir og taldir líklegir sigurvegarar á The Masters í ár. Fróðlegt verður að fylgjast með hversu margir þeirra verða raunverulega meðal efstu 10. Þessir kylfingar eru eftirfarandi:
Nr. 1 Phil Mickelson (eða Phil the Thrill eins og hann er kallaður af áhangendum sínum).
Nr. 5 á heimslistanum (Phil) hefir ekkert gengið sérlega vel í ár og segist stressaður að fara inn í The Masters. Hann hefir ótrúlega hæfileika að bjarga sér úr slæmri legu, en það eitt nægir ekki til að sigra á The Masters – hins vegar er Phill svo sannarlega reynslubolti og einn af þeim sem Rose þykja sigurstranglegur, en hann hefir þar að auki þrívegis áður sigrað á The Masters (2004, 2006 og 2010). Hann veit hvað til þarf að sigra á the Masters og þar að auki er „slétt ár“ í ár en Phil hefir alltaf sigrað á árum með sléttri tölu! Phil er auk þess einn alvinsælasti kylfingur Bandaríkjanna og á sérlega stóran stuðningshóp á Augusta National
Nr. 2 Rory McIlory
Flestir veðbankar spá Rory sigri. Hann á þó að baki eitt alerfiðasta ár á ferli sínum þar sem hann m.a. skipti um golfútbúnað og virðist rétt aftur vera að rétta úr kútnum og er rétt aftur farinn að sjást í efri hluta skortaflna í mótum. Hann var um tíma nr. 1 á heimslistanum en er nú dottinn niður heimslistann í 9. sætið. Sigur á the Masters myndi skjóta honum ofar á heimslistann!
Nr. 3 Adam Scott
Scott á titil að verja. Hann hefir verið að spila vel undanfarið og segir sjálfan sig fullan sjálfstrausts. Hann á líka frábærar minningar af mótinu frá því í fyrra. Lykillinn að velgengni nr. 2 á heimslistanum, (Scott) verður líklega hversu vel honum farnast með langa pútternum sínum á flughálum flötum Augusta National. Sigri hann í mótinu á hann auk þess stóran sjéns á að velta Tiger úr 1. sæti heimslistans.
Nr. 4 Jason Day
Nr. 4 á heimslistanum (Jason Day) hefir átt mikilli velgengni að fagna á s.l. árum á the Masters, í tveimur af síðustu 3 Masters-mótum hefir Day þannig verið með árangur upp á T-2 (þ.e. hann deildi 2. sætinu í annað sinn) og varð í 3. sæti hitt skiptið. Hann er núverandi heimsmeistari í holukeppni – sigraði s.s. allir muna World Golf Championships-Accenture Match Play Championship. Það skiptir þó ekki öllu heldur kunnátta hans og reynsla af Augusta National. Það eina sem setur svolítið strik í reikninginn er að Day hefir verið meiddur á þumli og það gæti skipt máli – a.m.k. verður mjög spennandi að fylgjast með Day í ár! Tekst Ástrala að vinna The Masters 2. árið í röð – verður Masters-bikarinn áfram í Ástralíu?
Nr. 5 Jordan Spieth
Miklar væntingar eru gerðar til nr. 13 á heimslistanum (Spieth) sem verið hefir að spila eins og engill! Það er margt sem hann hefir áorkað á stuttum ferli. m.a. hefir hann halað inn fyrsta sigri sínum á PGA Tour (John Deere Classic, 14. júlí 2013) og verið í Forsetabikarsliði Bandaríkjanna. Hins vegar er hann einn af 24 nýliðum á Masters í ár og því óskrifað blað. Það sem helst gæti reynst honum erfitt er andlegi hluti leiksins, en Spieth er skapheitur, tilfinningakylfingur og Augusta National krefst þolinmæði!
Nr. 6 Jimmy Walker
Jimmy Walker hefir átt ótrúlegri velgengni að fagna á PGA Tour á þessu keppnistímabili en líkt og Spieth er hann einn af 24 nýliðum, þ.e. einn af þeim sem eru að keppa á The Masters í fyrsta sinn. En Walker á þó í beltinu 3 sigra á PGA Tour á þessu keppnistímabili. Þannig að spurningin er hvort honum það nýtist honum eða hvort taugarnar fari með hann þetta fyrsta sinn, sem hann spilar á Augusta.
Nr. 7 Patrick Reed
Líkt og Spieth og Walker er Reed einn af þeim sem vakið hefir athygli á sér tiltölulega nýlega. Hann á líka 3 nýlega sigra á PGA Tour og hefir auk þess lýst því yfir að hann finnist hann eiga heima meðal 5 bestu kylfinga heims (Reed er í 23. sæti heimslistans – var í 73. sæti í ársbyrjun!) Hann hefir eitt fram yfir hina 23 nýliðana á the Masters í ár, en hann þekkir Augusta National út og inn frá því hann var við nám í Augusta State College og fékk að leika völlinn.
Nr. 8 Brandt Snedeker
Snedeker hefir gengið vel á The Masters m.a. verið í 3. og 6. sæti í mótinu. Hann gæti svo sannarlega komið á óvart, þó púttin (sem eru svo sérstaklega nauðsynleg á The Masters) hafi verið að stríða honum undanfarið. Hann er einn af reynsluboltunum – þekkir Augusta National, sem er líka mikilvægt.
Nr. 9 Sergio Garcia
Verður þetta mót Garcia? Þessum skapheita Spánverja hefir ekkert gengið í risamótum en þetta Mastersmót er 61. risamótið, sem hann tekur þátt í án sigurs. Hann lét hafa eftir sér að hann gæti bara ekki sigrað á the Masters. Að undanförnu höfum við séð „bættan“ Garcia, sem m.a. situr í 6. sæti heimslistans. Ef honum tekst að hafa stjórn á skapmunum sínum og sýna þolinmæði gæti Sergio sigrað! A.m.k. þekkir Garcia Augusta National og var m.a. meðal efstu 10 í fyrra!
Nr. 10 Bubba Watson
Hér verður að lokum getið Watson, sem sigraði svo eftirminnilega á The Masters 2012! Hann hefir reynsluna, þekkir Augusta og er snillingur í að móta högg, sem er gríðarlega mikilvægt á Augusta. Það eina sem gæti gert honum erfitt fyrir er blómaofnæmi, sem hann er með, en ógrynni er af þeim á Augusta National eins og allir vita!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024